Sætust og flottust

Skvísan mín er alveg ómótstæðileg þessa dagana. Algjörlega. Ég get varla hætt að horfa á hana. "Vá! Rosalega flott!", sagði líffræðingurinn þegar ég dró hann að minni hlið til að sýna honum nýju fínu hurðina á Rúnu. Engin meiri beygla! Nei, hún er slétt og falleg, glansandi blá og smart.

Það tók mig tæpa níu mánuði að fara með Rúnu í viðgerðina á beygluðu hurðinni - þrátt fyrir að ég þyrfti ekki að borga krónu fyrir það. Var bara einhvern veginn ekki í forgangi. En nú er svo hrein, fín og flott og það liggur við að ég vilji helst fara með hana á réttingarverkstæði reglulega - þeir þrífa nefnilega líka bílana. Geggjað alveg.

"Á næsta ári kemurðu kannski fyrr?", benti maðurinn í skoðunarstöðinni mér á og sagði mér svo að ég mætti bara alveg koma í janúar - þrátt fyrir að eiga ekki að koma fyrr en í júlí. Ég brosti og ákvað að sleppa að segja manninum að ég væri bara alls ekkert svo sein þetta árið... á minn mælikvarða. En auðvitað stóðst Rúna skoðunina með prýði og hlaut skoðun án athugasemda.

Ég brosti alla leiðina í vinnuna, á glansandi og fína nýskoðaða bílnum mínum... og Rúna hló og launaði mér með því að vera extra þægileg í akstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Til hamingju! hlakka til að sjá Rúnu

Snjóka, 26.11.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Rebbý

Til lukku - segi eins og Snjóka - hlakka til að sjá Rúnu aftur

Rebbý, 1.12.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband