Á yfirsnúningi

Suma daga ræður maður bara ekki alveg við. Dagurinn í dag var einn af þeim. Þar sem við líffræðingurinn börðumst við erfitt og snúið rannsóknarmál sem þurfti að leysa fyrir bretana og þrættum þess á milli jókst einhvern veginn stressið. Og snúningurinn á heilanum jókst í beinu samhengi við það. Svo leið tíminn og venjulegur vinnudagur var búinn og við áttum eftir að prófa áður en ástralarnir vöknuðu. Og stressið jókst og snúningurinn á heilanum.

"Við erum svöng.. hvenær er matur?", kvökuðu börnin í símanum við mömmuna sem var að tapa heilanum. Og tíminn leið. Skyndilega var hálftími í að börnin áttu að vera mætt i piparkökumálningu niðrí bæ og ég enn í vinnunni. í millitíðinni átti ég eftir að fá mér að borða, skrifa bréf með heimalingnum, fara út í búð með prinsinum að sækja ákveðin verðlaun og koma börnunum í miðbæinn.

Nú fyrst var ég að komast á yfirsnúning og þegar ég rauk inn um dyrnar heima talaði ég svo hratt að enginn skyldi mig, ég gerði heiðarlega tilraun til að gera allt í einu og baðaði út höndunum, skipaði fyrir, las yfir bréfið... og einhvern veginn tókst þetta.

Ég endaði með að mæta of snemma í saumaklúbbinn, enn á yfirsnúningi með hjartslátt eins og ég væri allt allt of sein. En í félagsskap stelpnanna tók ég loks að róast. Og maginn sem hafði ekkert fengið nema smá skyr um miðjan dag kættist aldeilis við allar veitingarnar hjá Valdísi. Mmmmmm.... og nú er ég alveg róleg... og södd... og sæl... og á morgun fer ég að snúast aftur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mundu bara að byrja rólega á snúningnum.

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 08:19

2 identicon

Get alveg borið vitni um að þú varst á yfirsnúning í gær, heyrðist meira að segja í símanum ;-)

Elín (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Rebbý

úff hefði átt að hringja í þig þar sem ég var í afslöppuninni minni allan daginn og átti meira að segja rólegan dag í vinnunni .....
verð með þér á yfirsnúning fram á kvöld í kvöld - launavinnslan að byrja

Rebbý, 26.11.2008 kl. 11:35

4 Smámynd: Snjóka

iss þú verður ekkert á yfirsnúningi í kvöld þar sem þú verður svo glöð að hafa snúið á mig, sannfært mig um að borða eins og þú í saumaklúbbnum (semsagt eins og hestur) og unnið mig

Snjóka, 26.11.2008 kl. 15:38

5 Smámynd: Vilma Kristín

Hey! Ertu að segja að ég hafi borðað mikið??? Ég hafði þó afsökun....  var voða voða svöng...

Vilma Kristín , 26.11.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband