Vinahelgi

Þessa helgi ætlaði ég að horfa á bíómyndir. Eins og helgina þar á undan. Árangur var frekar lélegur, eins og síðustu helgi. Ég náði þó að horfa á eina mynd. Það tók fjórar atlögur. En það hafðist. Svo horfði ég á næstum hálfa mynd í viðbót með kennaranum og kattadómaranum.

En í staðinn fyrir að eyða tímanum í sjónvarpsgláp eyddi ég honum í eitthvað dýrmætara. Já, þetta varð svona vinaleg helgi eða gæðastund með góðkunningjum. Á laugardaginn stóð ég með kattadómaranum og kennaranum innan um þúsundir manna og mótmælti. Svo kíktum við í listagallerí, fórum út að borða, bökuðum hollustupönnukökur og kúrðum yfir biói þar til það var komið að því að sækja Rebbý.

Ég eyddi líka fullt af tíma með Rebbý, reyndar hitti ég hana föstudag, laugardag og sunnudag - með tilheyrandi hlátrasköllum, slúðri og stelputali. Á sunnudeginum ákvað ég svo að eiga gæðastund með Möggu Biddu og bið brunuðum út á land í kattaskoðunarleiðangur, með tilheyrandi stelputali, slúðri og hlátrasköllum.

Vinir mínir eru voðalega dýrmætir. Þeir eru skemmtilegt og gott fólk sem ég elska að eyða tímanum með og ég reyni að leggja mig fram við að finna tíma með þeim öllum. Ég er sennilega heppnasta stelpa í heimi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sennilega ertu það! Vinir eru þyngdar sinnar virði í gulli

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Rebbý

wow hvað ég er þá mikils virði
Vilma mín, þú ert líka bara yndisleg að eyða tíma með og aldrei lognmolla í kringum okkur þegar við hittumst svo það að hitta þig á hverjum degi eina helgi er ekki vandamálið frekar en það var að hitta þig daglega í sumarfríinu eða daglega í vinnunni og utan hennar í öll þau ár sem við unnum saman.

Rebbý, 25.11.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband