22.11.2008 | 23:13
Frækileg björgun
"Bíddu! Bíddu!", kallaði ég þar sem ég lá á fjórum fótum í herbergi heimasætunnar. Ég teygði mig undir rúmið og togaði fram gamlan púða og saumavél og bækur og... og... "Er ekki allt í lagi?", kallaði ég blíðri röddu: "Svaraðu mömmu... má ég heyra í þér..." Hjartslátturinn var ör og ég fann spennuna byggjast upp. Þegar mér var svarað lágri röddu létti mér stórum og ég hélt áfram að draga dót undan rúminu. Hvernig stelpunni hefur tekist að setja þetta allt undir þetta eina rúm skil ég ekki. Þetta var ekkert að ganga... ég varð að finna nýtt ráð til að bjarga mínum heitelskaða.
Ég settist á gólfið og stundi. Hvað var til ráða? Hvernig ætlaði ég að leysa úr þessu. Úbbss, nú var komið langt síðan ég heyrði í honum. Ég lagðist á gólfið og rýndi undir það, teygði höndina undir í von um að ná í hans. "Ertu þarna, kúttið mitt?", spurði ég og fékk lágt og hálf dauft svar. Það lá örugglega ofan á honum, vonandi myndi ég ná að bjarga honum í tíma.
Ég settist aftur á gólfið og fór í huganum yfir stöðuna. Hvaða möguleika átti ég? Aha! Ég fékk nýja hugmynd en var samt hrædd um að framkvæma hana, allt rask gat látið eitthvað hrynja eða kremja minn heitelskaða þar sem hann hafði komið sér í sjálfheldu. En ég var orðin örvæntingarfull,röddin hans lækkaði og lækkaði í hvert sinn sem hann svaraði mér og ég var hrædd um að hann gæti ekki andað nógu vel.
Ósköp varleg dró ég rúmið aðeins fram. Millimetra fyrir millimetra og óttinn um að heyra hann veina ef ég drægi rúmið á hann jókst. Þegar ég hafði náð því fram um þónokkra sentimetra lagðist ég á rúmið og kallaði varlega til hans: "Ertu þarna ástin mín? Mamma er að koma? Viltu svara?" Hjartað tók kipp af gleði þegar hann svaraði strax. Ég teygð höndina niður og veifaði henni: "Geturðu komið til mín? Geturðu mjakað þér hingað?" Fyrst kom ekkert svar og vonbrigðin urðu gífurleg. Ég endurtók bón mína og nú fékk ég svar. Hann ætlaði greinilega að reyna. Ég hélt niðri í mér andanum og beið. Mér fannst líða langur tími en sennilega var það innan við mínútu þegar ég sá glitta í hann og hann kallaði til mín.
Brosandi teygði ég mig aftur niður og greip þétt en blítt um hann og lyfti honum upp. Ég kyssti hann allan og kjassaði. "Mömmu sinnar besti strákur! Þú er bestur og sætastur! Hvernig gátu stelpurnar gert þér þetta?", kvakaði ég á meðan ég strauk honum hátt og lágt til að fullvissa mig um að hann væri í heilu lagi.
Svo bar ég hann inní stofu og lét hann liggja í fanginu á mér á meðan ég jafnaði mig á ævintýrinu. Hann heill á húfi, og ég ekki komin með hjartaráfall. Við sátum þétt saman og þögðum, bæði jafn fegin. Að lokum varð ég að fara að gera mig til fyrir mótmælin. Ég bar litla manninn inní kassa til mömmu sinnar og hélt yfir henni fyrirlestur um mikilvægi þess að fela ekki börnin sín á svona hættulegum stöðum.
Það hafði tekið mig hálftíma að finna týnda kettlinginn og hátt í hálftíma að ná honum úr felustaðnum. Þreytt eftir útstáelsi næturinn og stressuð yfir því að verða of sein á mótmælin. Þetta var of mikið af því góða og nú er lokað inní herbergi. Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í að leita að týndum kettlingum... og ég ætla snemma í rúmið ...helst áður en ég sofna á sófanum...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Eins og sagt hefur verið áður. Setja í samband, og ná amk 2 bör-um á farsímanum þínum!
(helst 3)
Einar Indriðason, 23.11.2008 kl. 02:04
já - fórst líka alveg snemma að sofa elskan .... takk fyrir skutlið
Rebbý, 23.11.2008 kl. 14:45
Þú veist að þú átt að vera sofnuð NÚNA!!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.