20.11.2008 | 22:34
Velkomin til Íslands
"Dear customer, welcome to Iceland!"
Ég starði í undrun á furðulegt stórt pappaspjald sem hékk á stýrinu á bílkrílinu. Hmmm, velkomin til Íslands? En ég var alls ekki nýkomin til Íslands. Ég er búin að vera hér í áratugi. Marga marga áratugi. Ég bisaði við taka pappaspjaldið, sem auk þess að bjóða mig velkomna til Íslands skartaði stóru landakorti, af stýrinu.
Ég hristi höfuðið um leið og ég náði pappaspjaldinu af og lagði það í farþegasætið og settist inní bílkrílið. Mér fannst þetta skondin uppákoma. Sko hverjar eru líkurnar að einhverjir nýstigin útúr flugvél, nýlentur á landinu, sé að leigja bíl á réttingarverkstæði uppí Grafarvogi? Í alvörunni? Er virkilega þörf á að bjóða þá sem fá bíluleigubíl hjá réttingarverkstæðinu velkomna til Íslands?
Ég stýrði bílkrílinu útaf stæðinu og við höfum vináttu okkar. Ég þriðjudaginn fór ég semsagt loksins með Rúnu á réttingarverkstæði - láta gera við hurðina sem er búin að vera beygluð í marga mánuði, alveg síðan nágranni minn bakkaði á mína heitelskuðu. Ég ætlaði að vera löngu löngu búin að þessu. En það var alltaf svo mikið að gera. Enginn tími. Svo kom einn verkefnalaus dagur og ég dreif mig af stað... og kom Rúnu inn í þessari viku.
Í staðin fyrir Rúnu ek ég nú um á Míu. Mía er eiginlega ekki bíll. Nei, hún er bílkríli. Lipur og létt og ég er alltaf að standa mig að því að læðast upp yfir hraðatakmörkin. Það er alveg bannað. Og ég skamma aðeins Míu, sem glottir og ypptir öxlum. Svo skottumst við um útum allt.
En þó það sé gaman að Míu litlu bílkríli sem getur troðið sér allstaðar í stæði og sem getur keyrt í hring á bílastæðinu þá sakna ég Rúnu minnar. Ég meina sko, Mía er svo lítil að það er ekkert húdd og ekkert skott, með herkjum má troða inn fjórum manneskjum en þá má engin blása út magann. Rúna er þunglamalegri og öll einhvern veginn þyngri en mér finnst ég sitja í bíl þegar ég er undir stýri á henni. Alvöru bíl, ekki bílkríli.
Í hringdu þeir svo í mig af réttingarverkstæðinu í dag. Vildu endilega að ég kæmi að sækja bíl. Eina vandamálið að það var alls ekki minn bíll... nei nei.. ég átti að sækja einhvern Nissan. Ég setti upp skeifu og þakkaði gott boð, ég vidi frekar fá Rúnu og spurði örvæntingarfull hvort ég fengi hana ekki örugglega fyrir helgi. Mía er nefnilega líka dálítið villt og í dag áttum við sérlega spennandi stund þegar Mía keyrði of hratt og rann svo út á hlið heil langa leið... þetta gerir Rúna aldrei og ég vil endilega fá hana sem fyrst aftur. Á morgun er því vonandi síðasti dagur okkar Míu saman... ég ætla að skemmta mér með henni og svo skila ég henni, tek við Rúnu mína og ég ætla sko að segja henni hvað ég elska hana heitt og hversu mikið ég er búin að sakna hennar! Það verður ekkert velkomin til Íslands... nei það verður velkomin til Rúnu!
Vöðvabólgudagbókin:
Jógaæfingar: Daglega frá helgi
Heitur pottur: 1 x
Ástand: Höfuðverkur þriðjudag og miðvikudag
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Komdu með mér í sundleikfimi!
Árangur! Enginn höfuðverkur - lítil sem engin vöðvabólga og heilmikil skemmtun!
Alltaf pláss fyrir eina til
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:05
sakna þess líka að sjá ekki Rúnu út á stæði þegar ég keyri framhjá - já ég er stalker - en gott að það kom verkefnalítill dagur í vinnunni hjá þér
Rebbý, 21.11.2008 kl. 00:36
Rúna er líka góður bíll, skil vel að þú saknir hennar
Snjóka, 21.11.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.