20.11.2008 | 00:01
Vinur Davíðs
Ég ætla alls ekki að fara að hafa þetta kreppublogg, en samt snýst það um Davíð Oddsson.
Ég á oft erfitt með mig, finn til með fólki af allskonar ástæðum. Ég græt yfir sjónvarpsefni, ég græt yfir dagblöðunum, ég græt yfir sögum. Ég veit að það er til illt fólk í heiminum en ég bara skil það ekki, ég varð alltaf jafnhissa og slegin. Og ég vil trúa því að innst inni séu allir góðir. Og á sama tíma og ég vil trúa því á ég mjög bágt með að treysta fólki. Ég á alveg í meiriháttar vandræðum með að treysta fólki og hleypa því að mér, vil halda fólki sem lengst frá mér - af biturri reynslu. Það er svolítið skrítið að vilja trúa því besta en treysta samt engum til að komast nálægt sálinni því þeir gætu verið vondir. Ekki það að ég ætli að fara að hleypa Davíði nálægt hjarta mínu, af og frá.
En stundum er ég að spá. Ég held ekki að hann sé vond persóna, ekki svona inn við beinið. Hvernig ætli honum líði þessa dagana? Örugglega ekki vel. "Gott á hann", segja örugglega margir og það getur vel verið að hann hafi kallað þetta allt yfir sig. Og jú, hann virðist ekki ætla að hlusta á kröfu almennings um að hann víkji sæti. En samt spái ég, hvernig líður honum? Við hvern getur hann talað? Hver dæmir hann ekki? Hverjum getur hann treyst? Og ætli hann sé að hugsa vel um sálinu sína í þessum ólgusjó sem hann er í núna? Ekki það að ég sé að bjóða mig fram, nei nei.. langt í frá... ég tilheyri hópnum sem vill faglega skipaða stjórn seðlabankans og tilheyri hópnum sem vill sjá breytingar og að menn taki ábyrgð.
Ég sé alveg fyrir mér að hann hafi komið heim, úrvinda af þreytu, í gærkvöldi. Eftir langan og annasaman og örugglega stressandi dag. Dauðþreyttur og kannski örlítið úrillur, veit ekki, ef til vill að endurupplifa erfiðustu hlutina í kollinum eins og ég geri stundum. Fara yfir daginn. Kannski svangur og með blóðsykursfall, ekkert búinn að borða yfir daginn. Keyrður heim í lögregluvernd, það eykur stressið. Og þar sem hann sér heimilið og griðarstaðinn sækja að honum blaðamenn. Hann getur ekki meir, verður að komast inn og hvíla sig. Og hver tekur þá á móti honum? Jú, vinur hans Eldibrandur!
Eldibrandur er hlýr og góður félagi. Honum er sama þó allir séu æfir útí karlinn. Hann sér bara að þarna er maður sem þarf á hlýju að halda, félaga sem hægt er að treysta, félaga sem dæmir ekki og félaga sem hlustar. Svo hann stendur við dyrnar og tekur á móti vini sínum. Davíð hlýnar að innan og stoppar til að spjalla við kunningjan sem hefur alls ekki snúið við honum baki. Kunningjan sem fer ekki fram á meira en smá klapp og kannski smá mat og borgar til baka með mali.
Jebb, Eldibrandur er vinur minn og hann er líka vinur Davíðs og hefur verið það lengi - það var bara fyrst í dag sem það var gert opinbert í Dagblaðinu. Það sem ég var samt hissa að sjá þennan kunnuglega afturenda í blaðinu (og þá er ég að tala um köttinn sko....). Eldibrandur er ekki bara fjölskylduvinur, hann er líka pabbi hennar Þulu okkar og afi kettlinganna hennar. Svo ég klippi út myndina og hengi upp fyrir ofan kassann... sjáið bara afa gamla, nú er hann orðinn frægur!

Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ég skal alveg segja þér eins og er... mér finnst skemmtilegra að lesa kattarblogg, heldur en blogg um Mr. Oddsson :-)
fínt kattarblogg, annars.
Þannig að ... þú hefur ... tengingar.... á ... ólíklegustu staði... (þarf að muna þetta.....)
Einar Indriðason, 20.11.2008 kl. 00:55
já sko - a Þula bara frægan pabba .... verð að muna það næst þegar ég kíki
Rebbý, 20.11.2008 kl. 08:45
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 08:59
Já, Einar - ég hef ótrúlegar tengingar alveg! Það borgar sig sko að vera í "kattabransanum" :)
Hrefna, það þarf sko að fara vel að Þulu...sérðu ekki á henni að hún er prinsessa?
Hrönn, í mínum augum er Þula ótrúlega flott og falleg - enda á hún myndarforeldra. Hægt er að sjá myndir af henni: http://www.internet.is/vilma/page/i_thula.htm
Vilma Kristín , 20.11.2008 kl. 10:16
Kannski að Davíð ætti bara að hætta í Seðlabankanum og hætta öllum afskiptum af stjórnmálum, þá yrðum við hin mjög hamingjusöm og honum myndi ábyggilega líða betur. Hann gæti slappað af heima hjá sér eða í útlöndum og notið allra eftirlaunanna sem hann fengi.
Hrund (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:27
Glæsileg!!! Algjörlega.....
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.