16.11.2008 | 22:04
Ég slaka á
Dökkhærði, myndarlegi og hávaxni maðurinn sveiflaði Snjóku í kringum sig og sveigði hana skyndilega afturbak svo hressilega að hún nam nærri við gólf. Ég studdi mig við súlu og hló innilega. Maðurinn hafði sérlega skemmtilegan dansstíl og var svo innilega glaður. Við vorum svo sannarlega að lifa lífinu og skemmta okkur. Litli vinur minn snéri aftur og brosti til mín, hann tók um hendur mínar og stýrði mér í þokkafullum dansi, snér mér, hélt þétt og dillaði sér við tónlista. Ég lék með og lét þetta gott heita. Skyndilega snérist maginn á mér á hvolf og ég fann að ég gat ekki meir.
Í örvæntingu minni snéri ég af dansgólfinu í átt að salerninu sem var yfirfullt. Stelpurnar fylgdu í humátt á eftir. Ég fann magann snúast og snúast og það var ekkert annað að gera en að koma sér undir ferskt loft. Því miður höfðu dansfélugum okkar nefnilega ekki bara fylgt fjör og skemmtilegheit. Nei, einnig sérlega sérkennileg og sterk líkamslykt sem erfitt var að venjast.
Eftir að hafa andað að okkur fersku lofti héldum við aftur á dansgólfið, þar sem dansfélagar okkar tóku á móti okkur. Við enduðum á að kíkja á fullt af stöðum, dansa helling og fylgjast með skemmtilegu mannlífi. Við enduðum reyndar með að flýja af þessum ákveðna stað til að fá að anda að okkur súrefni og sleppa við frekar óþægilega lykt. En það var gaman engu að síður. Ég var ekki komin heim fyrr en klukkan var langt gengin í fimm, þreytt í fótunum en glöð og kát.
Um ellefu leitið á laugardagskvöldið birtist sakleysisleg skilaboð í símanum mínum; ætlaði ég í bæinn? Ég svaraði um hæl; nei. En nú var búið að strá hugmynd í kollinn á mér og áður en klukkutími var liðinn vorum við, ég, Snjóka og Rebbý mættar útá lífið. En þetta var enn eitt af því sem breytti áætlunum helgarinnar.
Sko planið var að endurhlaða batteríin, allavega komast uppá næstu rim. Og föstudagskvöldið byrjaði ágætlega. Ég fékk lánaðar fullt fullt af bíómyndum hjá sætukoppi. Planið var að sofa mikið um helgina, horfa á fullt af sætukoppsbíómyndum og klára næturvakt líffræðingsins, sofa meira og slaka meira á. Gera ekkert. En gerði ég það? Nei, ó nei. Eins og Bibba benti mér á.. þá hef ég hangið svona á síðustu riminni í nokkurn tíma og virðist ekki kunna eða geta hlaðið meira. Svo í staðinn fyrir að sofa mikið og slaka á, þá vakti ég allt of lengi á föstudagskvöldið við tövuhangs og vaknaði svo snemma til að koma prinsinum á skákæfingu morguninn eftir. Svo notaði ég helgina til að þrífa íbúðina hátt og lágt, þvo tonn af þvotti, fá skemmtlega kisukonur í ævintýraheimsókn á laugardagskvöldið, fara útá lífið og dansa fram á nótt, vakna aftur fyrir allar aldir til að tala við vinkonur í símann, verslunarleiðangur í kringluna og í bónus, taka á móti kettlingaeigendum og fressaeigendum, elda og sinna hefðbundnum heimilistörfum, fara í bíltúr með kattadómaranum, þurrkaði upp flóð og leysa upp stíflur í niðurföllum, breyta og uppfæra heimasíðuna okkar, auk þess að sinna heimaverkefnum frá líffræðingnum. Jebb, enn bíða allar bíómyndirnar og þættirnir - ekkert búið að horfa á. Ég hafði svo mikið að gera að ég náði ekki einu sinni að klára heimaverkefnin og sinnti því bara um helmingnum, eins og sjá má í dagbókinni hér að neðan sem verður fastur liður næstu 3 vikur.
Vöðvabólgudagbókin:
Jógaæfingar: 2 x
Heitur pottur: 1 x
Ástand: Mikil spenna og þyngsli en enginn höfuðverkur.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
En..... sumir hlaða gemsana sína á meðan þeir dansa
Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 22:42
Þetta var náttúrulega bara snilldarkvöld, verst hvað lyktin var vond hehe
Snjóka, 17.11.2008 kl. 00:18
úff já það vantaði ekki lyktina sem fylgdu annars yndislegum dansherrunum
reyndu að standa við að hætta snemma alla vikuna ... engin yfirvinna !!!
Rebbý, 17.11.2008 kl. 08:18
Hjarna sammala Hronn. Finnst ad dans megi alveg fara sem plus i bokina
go girl
Bibba (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.