14.11.2008 | 20:15
Ég er farsími
Það kannast örugglega allir við þetta frá farsímunum. Síðasta rimin á rafhlöðumælinum. Bara ein rim eftir og enginn veit hversu lengi hún endist. Síminn pípir á mann til viðvörunnar. "Ég er bara að láta vita... ég er alveg að verða batterílaus... bráðum gefst ég upp". Maður hunsar þetta kannski smá stund. En svo þarf maður á símanum að halda og með dúndrandi hjartslátt freistast maður til að nota smá afl af þessari síðustu rim.
"Hjálp! Hjálp!", æpir síminn á mann. "Hjálp.... ég er að deyja.... af hverju ertu ekki búinn að hlaða mig?" Og þá fær maður samviskubit og leggur á eins fljótt og mögulegt er. Svo situr maður og mænir á mælinn. Hversu lengi endist þetta. Hversu lengi er maður á síðasta séns?
Ég er farsími. Farsími á síðasta séns með batteríið. Ég er ekkert svo þreytt líkamlega, meira bara svona lúin. En ég finn að ég verð að fara að stinga í samband og hlaða batteríið aðeins meira en bara uppá næstu rim. Ég verð að ná allavega svona þrír fjórðu hleðslu.. eða fullri hleðslu.
Ég er engan veginn uppá mitt besta og nú koma dramaköstin mun oftar uppá yfirborðið með minni fyrirhöfn. Ja, eða á ég frekar að segja að ég á erfiðara með að halda þeim niðri. Já, það lýsir því best að segja að ég sé ekki uppá mitt besta.
Svo þessa helgi á að hlaða batteríin eins og hægt er. Og ég er með háar hugmyndir. Haldið ykkur fast! Ég stefni á að hafa ENGA yfirvinnu í næstu viku, hætta á venjulegum tíma og stimpla mig ekki inn á kvöldin. Ég veit! Þetta eru framúrstefnilegar hugmyndir. Og kannski ekki miklar líkur á ða þetta takist þar sem líffræðingurinn er að fara til útlanda og ég tek yfir öll verkefnin sem við höfum saman. Og Bibba verður fjarri góðu gamni. Og slatti af fleira fólki. Svo álagið verður meira á okkur sem heima eru. Erfiðast verður þó að horfa á eftir líffræðingnum og jafnframt erfiðast að fylla hans skarð. Og ég legg af stað inní vikuna að fara vel með mig, hvíla og sleppa yfirvinnu.
Það er sko líka meiri ástæða til að sleppa yfirvinnu. Og það kemur inná það að ég kynni til sögunnar nýjan kafla á blogginu. Á morgun byrja ég nefnilega í annari meðferð. Ég verð ekki bara í meðferð á til að hætta að syngja Daloon lagið heldur líka verð ég í róttækri vöðvabólgumeðferð að hætti líffræðingsins. Ég er búin að lofa að standa mig vel næstu 3 vikurnar og halda dagbók um árangurinn á blogginu. Og til að hafa tíma í meðferðina verð ég eiginlega að hætta snemma... allavega svona til að byrja með á meðan ég næ tökum á þessu...
Með öllu þessu trúi ég að næstu helgi verði ég sterk, kát og fullhlaðin :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 22:18
Já, það er gott að hlaða sig upp. Algjör nauðsyn stundum. En, hérna... þú veist að ef þú hefur vöðvabólgu... þá er ekki það allra skynsamlegasta að sitja fyrir framan tölvuskjá og pikka?
Vona að þetta reynist rétt hjá þér, að eftir viku, eða svo... þá sértu komin með fleiri "bar"-i á batteríið þitt. Fylling? Veit ekki alveg með 100% fyllingu, ég held þú þurfir lengra frí en viku, til að fylla á í topp.
En gangi vel með áfyllinguna.
Einar Indriðason, 15.11.2008 kl. 08:09
Bíddunúvið. Ég hef nú haft það á tilfinningunni að þú sért búin að vera að hanga á þessari síðustu rim síðan ég kynntist þér fyrst. Þú hefur bara aldrei hlaðið upp í næsta bar góða mín svo þetta er ekkert nema eðlilegt ástand :)
Bibba (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:43
Einar, I know! Auðvitað á ég ekki að hanga við tölvuna... en svona er þetta víst... þetta er vinnan mín og það sem skemmtir mér á kvöldin :) Svo skil ég ekkert í allri vöðvabólgunni.
He he, Bibba. Ég veit það er nú svolítið minn stíll að keyra allt í botni og vera ekkert mikið að hlaða batteríin. Enda varð það raunin um helgina þó að ég hafi verið ákveðin að hvíla þá gerði ég allt annað.
Vilma Kristín , 16.11.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.