hápunktur dagsins

Hápunktur dagsins var að ég eldaði kvöldmat, næringarríkan og hollan mat. Nei, reyndar lýg ég því... Eftir þrjá daga án kvöldmatar og án alls... fékk ég heimalinginn til að elda á meðan ég lá fyrir með höfuðverk aldarinnar. Það ættu allir að fá sér einn svona heimaling, algjörlega ómissandi!

Heimalingurinn eldaði dýrindis kjúkling og bakaði kartöflur fyrir mig, sjálfa sig og prinsinn. Ég slakaði á. Heimalingurinn og prinsinn útbjuggu svo gómsætan eftirrétt og þá rétt skrönglaðist húsmóðurinn (það er sko ég ef einhver skyldi ekki vera að fatta...) og rembdist við að vaska upp. Svo var bara kominn tími til að hvíla sig aftur og kíkja á litlu kisubörnin.

Kisumömmurnar eru að springa úr stolti og hamingju þar sem þær liggja hlið við hlið. Ég rýndi ofan í kassana... hmm... eitthvað skrítið hér á ferð... Ó, já... þær hafa víxlað á börnum. Graffiti er komn með börnin hennar Þulu. Þula er komn með börnin hennar Graffiti. Og allir hamingjusamir. Svona er lífið skemmtilegt.

Heimasætan og sætukoppur rétt kíktu inn í síðbúinn kvöldmat og eftirrétt. Heimalingurinn og prinsinn spiluðu. Húsmóðirinn kannaði netheima. Mikil gleði og hamingja á heimilinu núna.. og nú er kominn tími til að kúra með heimalingnum og prinsinum undir fuglasöng... góða nótt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

hei hvað á það að þýða að fara snemma að sofa loksins þegar ég er að vinna á nóttunni

Snjóka, 8.11.2008 kl. 02:33

2 Smámynd: Rebbý

já - ég skal alveg taka þau öll í fóstur, heimasætuna, prinsinn, heimalinginn og sætukopp - gott ef ekki kisurnar líka

Rebbý, 9.11.2008 kl. 12:55

3 identicon

Vá hvað það var mikil friðsæld yfir þessari bloggfærslu :)
Heimalingurinn þinn er dásamleg stelpa.

Bibba (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband