Fæðingar! Endalausar fæðingar!

"Hún er meira svona eins og bein og breið gata en hin meira eins og laugarvegurinn", sagði sætukoppur þar sem hann sat á gólfinu á móti mér. "He, he.. já... hún er eiginlega svona eins og þýsk hraðbraut", tók ég undir. "JÁ!", kallaði sætukoppur: "Autoban!"

"Hin er þá kannski ekki laugavegurinn heldur frekar gamli miðbærinn... ", tísti ég og sætukoppur greip hugmyndina á lofti: "Já! Svona allir að reyna að komast eitthvað, en enginn kemst neitt, eintómar einstefnur og svo er einn sem er að reyna að bakka til baka...." Við hlógum að eigin fyndni.

Heimasætan horfði á okkur með hneykslun á svip: "Þið gerið ykkur grein fyrir að þið erum að líkja köttunum okkar við gatnagerðarkerfi?" "Nei, nei", andmælti sætukoppur og hélt svo áfram: "við erum að líkja leginu í þeim við götur"

Þetta eru búnir að vera annasamir dagar. Og reyndar er dagurinn í dag þriðji dagurinn í röð sem ekkert er gert á þessu heimili, ekki einu sinni eldað. Fyrst var það útaf næturvakt líffræðingsins, í gærkvöldi var það vegna fæðingu á kettlingum hjá Þulu og í dag ákvað Graffiti að láta ekki bíða eftir sér og við sátum því aftur yfir kattafæðingu.

"Mamma, getur verið að Graffiti gjóti í dag?", spurði heimasætan í símann þar sem ég var stödd í vinnunni. Ég jánkaði, það var svo sem allt mögulegt þó það væru allavega 2 dagar í þetta. "Mamma... ég held hún sé með hríðir... Mamma... það er kettlingur!!! Komdur heim!!!", kallaði heimasætan þá í símann. Það tók mig nákvæmlega 5 mínútur að komast úr vinnunni og heim. Ég rétt komst inn um dyrnar heima til að grípa kettling númer tvö. Þetta var ómögulegt. Þarna sat ég í anddyrinu með fæðandi læðu og tvo nýfædda kettlinga sem höfðu fæðst á kattaklórunni. Ekkert tilbúið... við drifum að koma henni í gotkassann og horfðum svo steinhissa á kettlingana hreinlega detta í heiminn. Enginn áreynsla, ekkert mál.

Og nú erum við ofsalega rík af kettlingum. 4 í gær og 5 í dag... sem betur fer eigum við ekki fleiri kettlingafullar læður, þetta er nóg í bili.

Í huganum deildi ég þessu niður og ég sé að jólin verða viðráðanleg... sko ég er með 3 kettlingaheld jólatré.. 9 kettlingar.. það eru ekki nema 3 í hvert tré :)

Hægt er að sjá myndir af kettlingunum á www.internet.is/vilma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærar myndir!!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Snjóka

ææ þeir eru ekkert smá sætir, spurning hvort ég fari eitthvað að endurskoða hug minn

Snjóka, 7.11.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Vilma Kristín

Snjóka, það er hættulegt að segja svona nálægt kattaeiganda í gjafahug...

Vilma Kristín , 7.11.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Snjóka

hahaha, á ég von á óvæntum mjúkum pakka í jólagjöf

Snjóka, 7.11.2008 kl. 19:06

5 identicon

Snjólaug, passaðu þig !    Þú verður komin með fullt hús af köttum áður en þú veist af :)

Bibba (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband