5.11.2008 | 23:28
Fjölbreyttur dagur
Ég settist uppí bíl um þrjúleitið í dag og hélt heim á leið. Hmmmm. Þetta var skrítið. Í fyrsta skipti í langan tíma fór ég í alvörunni snemma heim úr vinnunni. Skyndilega verkefnalaus, svona allavega í dag, og notaði tækifærið að prófa að hætta bara um miðjan dag. Ráfaði um Bónus og gerði stórinnkaupin sem ég hefur þurft að kaupa inn lengi. Hafði meira að segja tíma til að kúra uppí sófa áður en ég færi með prinsinn í karate.
En hvað nú? Prinsinn kemur bara alls ekki heim úr skólanum. Fyrst byrjar maður að hringja og tékka á vinunum. Enginn prins. Svo fer mamman í óvæntan göngutúr um hverfið þar sem vel þekktir staðir eru þræddir. Enginn prins. Þá er komið að því að hringja í lögregluna og athuga hvort einhverja aðstoð sé þar að fá. Fyrst þá lætur prinsinn heyra í sér.
Ég varla náði að sækja prinsinn þvert yfir hverfið þegar kettlingarnir hennar Þulu fóru að fæðast. Núna eru þeir fjórir og alveg óvenju myndarlegir og sprækir. Og litskrúðugir. Engir tveir í sama lit. Ein þrílit stelpa. Ein þrílit og bröndótt stelpa. Ein blá og hvít stelpa (sko það er steingrá fyrir leikmenn...). Einn ofsasætur svartur og hvítur strákur.
Ég og heimasætan erum því búnar að liggja á gólfinu hjá Þulu í allt kvöld, báðar orðnar þokkalega beyglaðar af kúrinu. Þarna erum við búnar að liggja og klappa þulu, nudda á henni magann, hvetja hana áfram, hjálpa henni með börnin, og bara vera til staðar. Alveg dolfallnar af þessum litlu kraftaverkum. Við verðum alltaf jafn hissa og alltaf jafn yfir okkur hrifnar þegar fæðasta kettlingar. Og nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta got. Mmmmm... fullt af litlum kettlingamallakútum af kyssa...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
æj krúttin!
Gott að prinsinn fannst.
Hrönn Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 09:02
Til hamingju með kisubörnin
Bibba (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:40
Ég er nú farinn að hafa áhyggjur af því ... að allt í einu... þá verðið þið ... bara ÉTIN af köttunum... Ég meina... einn af köttunum er þegar farinn að smakka á prinsinum.... Og... það er allt að fyllast af köttum......
(Þetta er farið að minna á handrit að B mynd í hollywood... "the Cats are hungry")
Einar Indriðason, 6.11.2008 kl. 10:42
Allt svoleiðis að fyllast... hver veit hvar þetta endar. Kannski sem svona b - mynd... við yrðum þá allavega "ódauðleg" á skjánum... eða þannig...
Vilma Kristín , 6.11.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.