Næturvakt

Hér var ekkert vaskað upp í kvöld. Ekki skúrað. Ekki tekið til. Ekki þveginn þvottur. Ekki eldað. Ekki þurrkað af. Ekki ryksugað. Bara ekkert gert. Og við gerðum ekkert á ábyrgð líffræðingsins. Þegar hann komst að því að ég hafði ekki séð næturvaktina var hann lengi að mæta með hana með sér í vinnuna. Núna erum við búin að horfa á fyrstu sex þættina og liggja í krampakasti af hlátri. Hituðum bara upp afganga frá í gær til að þurfa ekki að eyða óþarfa tíma í eldamennsku og tengdar athafnir.

Sex þættir í næturvaktarmarþoni með heimasætunni og prinsinum, japlandi á poppi og klappandi köttunum. Þessir þættir fóru alveg fram hjá okkur þegar þeir voru í sjónvarpinu... það er í góðu, það er mikið meira gaman að horfa á þetta í einum rykk.

"Hvenær á ég að skila þeim?", spurði ég líffræðinginn. "Bara þegar þú ert búin að horfa á þá", svaraði hann og hélt svo áfram: "Það tekur ruglega einhverja daga" En miðað við hvað við erum komin langt núna þá tekur þetta ekki daga heldur klukkutíma! Við erum samt að hugsa um að taka hlé núna, svona svo við eigum eitthvað eftir seinna meir. Eitthvað til að hlakka til.

Á meðan við horfðum á þættina sat heimasætan á gólfinu og pakkaði inn jólagjöfum. Hún er útsjónarsöm og sniðug og hefur afskaplega gaman af því að gleðja vini sína með akkúrat réttu gjöfinni. í gærkvöldi sat heimalingurinn hjá mér og söng jólalög. Nú vantar ekkert nema jólatré fullt af kettlingum til að fullkomna jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

hlakka til að sjá öll jólatrén þessa aðventuna .... en næturvaktin Vilma ... common

Rebbý, 4.11.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe jólatré fullt af kettlingum! Undarlegt jólaskrautið þitt.....

....hvar geymirðu það svo á milli ára?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 18:23

3 identicon

Hvorki vaskað upp né þrifið ?   Þetta er bara eins og heima hjá mér :)

Bibba (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:38

4 Smámynd: Einar Indriðason

Segi eins og Hrönn... Jólatré fullt af kettlingum?  VIDEO!!!!!

Einar Indriðason, 6.11.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Vilma Kristín

Já, það verður fjörugt í trjánum þetta árið... vorum að reikna þetta út... miðað við stöðuna núna eru þetta bara 3 kettlingar í hvert tré... það er ekkert svo mikið!

Vilma Kristín , 6.11.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband