Köttur borðar krakka?

Heimilið okkar hefur alltaf verið nokkurs konar athvarf fyrir dýr. Við höfum tekið á móti hinum og þessum dýrum. Sum þeirra búa hjá okkur enn. Fyrir nokkrum árum síðan tókum við að okkur að passa Þulu. Núna býr hún bara hjá okkur og er okkar köttur.

Fyrir nokkrum vikum tókum við að okkur að passa lítið kisuskott sem heitir Dimmalimm. Dimmalimm er svo sem skyld köttunum okkar og trítlaði bara hér inná heimilið eins og hún hafi aldrei farið. Við höfum gaman af litla skottinu sem er ósköp þæg og góð kisa. Það er bara eitt...

Sko Dimmalimm ELSKAR prinsinn. Elskar hann! Og hefur mikla þörf fyrir að sýna honum ástúð sína. Mikla þörf. Og hvenær er best að komast að prinsinum til að sýna honum ást? Jú, þegar hann er sofandi. Frábært alveg. Fyrir nokkrum nóttum síðan vaknaði ég við vælandi prins. "Farðu köttur... Farðu...", skældi hann. Og þegar ég kíkti betur kom ég að Dimmulimm að þvo drengnum um hárið. Hann ýtti henni frá og hún færði sig og byrjaði að sleikja á honum handlegginn. Ég fjarlægði ástglaða köttinn og prinsinn hélt áfram að sofa.

Í kvöld skreið prinsinn uppí rúm. Ég bauð góða nótt. Svo fór ég fram og hallaði mér aftur í sófanum, gott að hafa ró og frið. Unglingarnir allir lokaðir inní herbergi. Fuglarnir þögðu. Kettirnir voru stillti og prúðir. Ja, nærri allir. "Mamma, ég fer ekki að sofa...", var kallað lágri röddu innan úr herbergi. "Farðu að sofa..." kallaði ég til baka. "Nei, ekki fyrr en kötturinn er farinn..." er svarað. Ég kem mér inn tl að sjá hvað er í gangi og kem að Dimmulimm þar sem hún er að "kyssa" prinsinn ástríðufullum kossum á hvern blett sem hún náði í. Prinsinn sat með skeifu og reyndi að halda henni frá. Ég glotti þegar ég fjarlægði Dimmulimm og skellti henni inn til unglinganna.

Ég veit ekki hvað það er við prinsinn sem Dimmulimm finnst svona spennandi. Er hann bara svona sætur eða er hann svona góður á bragðið? Hvað sem það er er hún nú komin í næturbann nærri prinsinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh þetta er bara byrjunin því hann er nú svo sætur .... eftir 10 ár verða þetta dömurnar hangandi á glugganum hans

Rebbý, 4.11.2008 kl. 08:18

2 identicon

Er þetta ekki einn af kettlingunum sem Þula sleikti sköllótta ?

Bibba (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:09

3 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, he... jú jú einmitt, Bibba.  Þetta er ein af þeim... og virðist vera enn duglegri "sleikjari" en mamman.. sennilega er hún að reyna að ná prinsinum sköllóttum!

Vilma Kristín , 4.11.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband