Bubbi byggir

Hinu megin við götuna mína er verið að byggja hús. í marga mánuði er búið að vera að undirbúa þessa byggingu. Það byrjaði með að svæðið vart girt með hárri járngirðingu sem sést vel í gegnum. Það var girt yfir göngustíginn og hann svo grafinn í sundur. Þá birtust menn með "brú" sem var sett yfir gapið svo virðulegir hverfisbúar kæmust nú í Bónus.

Svo fóru að týnast að risastórar vinnuvélar. Það var byggður sér vegur, nei... tveir sér vegir fyrir vinnuvélar og vörubíla. Gröfur hömuðust daginn út og daginn inn. Vörubílar brunuðu fram og til baka. Báru í burtu tonn eftir tonn af jarðvegi. Þetta var erfitt tímabil því mér er sérlega illa við vörubíla. En ég hugsaði, þetta hlýtur að taka enda.

Þá komu mennirnir sem höfðu það hlutverk að brjóta í sundur klöppina. Og þeir stóðu sig vel í vinnunni. Voðalega iðnir. "Bamb bamb bamb bamb bamb..." heyrðist daginn út og daginn inn. Stanslaust bank getur gert mann gjörsamlega brjálaðann. Trúið mér. Og af því þetta voru svo iðnir litlir vinnumenn lögðu þeir sig sérstaklega fram um helgar. Jebb. Stanslaust bank um helgar, mánuð eftir mánuð. Og vörubílarnir brunuðu fram og til baka. Báru í burtu tonn eftir tonn af klöpp.

Loksins var var klöppin farin. Allt tilbúið fyrir bygginguna. Við vörpuðum öndinni léttar. Engar meiri gröfur. Engir meiri vörubílar. Engir meiri menn að brjóta klöpp. Bara rólegheit við að byggja húsið sem er búið að vera undirbúa alla þessa mánuði. Og mikið rétt. Við verðum ekki vör við hávaða frá byggingarsvæðinu. Og það eru engir vörubílar lengur sem sóða út allar götur og ryðjast yfir saklaust fjölskyldufólk. Nei, bara friður og ró. En samt... samt... er byggingarvinnan fyrst núna að fara virkilega í taugarnar á mér.

Já, þeir sem sjá um bygginguna eru greinilega mjög stoltir af henni þar sem hún er að rísa uppúr jörðinni. Svo stoltir að þeir hafa komið fyrir ljóskastara sem lýsir upp framhliðina. Mjög flott. Maður getur skoðað húsið að degi eða nóttu. Ekkert mál. Og þetta angrar mig ekkert. Það sem verra er að þeir hafa flutt nýjan háan flottan byggingarkrana á svæðið. Alveg glæsilegan. Þarna gnæfir hann yfir allt og alla. Og á honum er fjórir sterkir kastarar sem lýsa niður á byggingarsvæðið. Og það sem verra er, lýsa inn um svefnherbergis gluggann minn. Slökkva þeir þegar þeir fara heim? Nei. Láta þeir loga ljós alla nóttina og lýsa upp sofandi Vilmu? Já. Og þeir eru að gera mig alveg bilaða. Ég hvæsi að þeim þegar ég dreg fyrir gluggann. En það er alveg sama hvað ég dreg vel fyrir alltaf finnur ljósið einhverja leið til að smeygja sér fram hjá og lýsa á koddann minn. Í alvörunni. Getið þið bara plís komið aftur með mennina að brjóta klöppina, komið aftur með gröfurnar, komið aftur með vörubílana og slökkt ljósin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hægt að hringja í þá og biðja þá að slökkva ?

Bibba (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Einar Indriðason

Þetta er bara augljóst... Þú ert komin í Kastljósið, hvort sem þér líkar betur eða verr.... :-)

Einar Indriðason, 3.11.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Farðu í pilsið þitt og hælaháu skóna. Bröltu þarna út - brostu til þeirra og biddu þá að slökkva þegar þeir fara heim! Til vara...... hringdu alveg arfavitlaus í kranafyrirtækið!!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Rebbý

svefn er ofmetinn Vilma mín, nýttu tímann í myndhristingar heldur

nú er alveg að koma tíminn á þig og Snjóku í lokaprófið ... enga neikvæðni núna

Rebbý, 3.11.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband