1.11.2008 | 23:26
Ferð í miðbæinn
Ég fann að það var tosað laust í skotthúfuna sem ég hafði á höfðinu. Ég leit við til að sjá hvað gengi á. Þar stóð prinsinn minn glottandi, eitthvað að dúlla sér við að vefja uppá húfuna og leika sér með dúskinn. Prinsinn og nýr félagi sem hann hafði fundið. Ný félaginn brosti til mín og rétti mér dúskinn og þar með endann á húfunni. Ég tók þegjandi við og lagði endann yfir öxlina. Félaginn kinkaði kolli og hélt af stað. Ég horfði á eftir honum. Horfði á eftir Lalla Johns.
Það var fjölbreytt mannhafið á Austurvelli í dag. Á meðan Lalli Johns hjálpaði prinsinum mínum að dúllast með húfuna mína stóð Jón Baldvin og Bryndís aðeins nokkra metra frá okkur. Ungt reitt fólk með skilti. Gamalt þungbúið fólk. Feður sem reiddu börnin sín á hjólum. Fólk í tötrum. Fólk í leðurjökkum og loðskóm. Rólegt fólk. Æst fólk. Pólitískt fólk. Og svo fólk eins og ég.
Ég leit á kennarann. Kennarinn leit á mig. Við brostum báðar. Hrópuðum svo og klöppuðum saman höndunum. Búnar að þramma laugaveginn, mitt í öllum mannfjöldanum. Búnar að koma okkur vel fyrir nærri fremst á Austurvelli. Prinsinn snérist í kringum okkur og vildi jafnvel fara framar. Sjá meira. "Kemur ormurinn?", spurði hann og hallaði undir flatt - ekki alveg að sjá muninn á þessu og gay pride.
Allavega ég gerði mitt í dag. Mætti og sýndi að mér stendur ekki á sama. Mætti og sýndi að ég er ekki ánægð. Mætti og sýndi að ég vil aðgerðir. Ég gat tekið undir með flestum sem tóku til máls í dag. Flestum. Ekki einum. En ég sleppti bara að klappa þegar hann tók til máls.
Jæja, hver er svo með næstu helgi?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
heheheh ekki slæmur félagsskapur það................
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 17:54
Ég geri mjög fastlega ráð fyrir að vera með næstu helgi líka. Á ég að vera á útkíkkinu eftir þér/ykkur? Á ég að vera með bleika jólasveinahúfu, og annað eyrað þremur númerum of stórt, sennilega eftir of mikla símanotkun?
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 20:56
Þegar Vilma vinkona mín er orðin pólitísk þá eru alvarlegir hlutir á ferðinni.
Ég er stolt af þér vinkona !
Bibba (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:07
Uhhh, veit ekki hversu pólitísk ég er... held að það þurfi meira til en þetta. En ég lét allavega sjá mig :)
Vilma Kristín , 3.11.2008 kl. 09:58
skil ekki hvernig mér datt í hug að þú værir að mótmæla þegar ég sá að þú varst ekki heima á laugardag, en ... eitthvað sagði mér að þú tækir þetta að þér fyrir okkur vinkonurnar
Rebbý, 3.11.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.