Feeling hot, hot, hot

Ég starði á ráðgjafann sem sat hinu meginn við borðið með vonleysi í svipnum. Ég var að bráðna. Það er bara ekki hægt að lýsa því öðru vísi. Ég var að bráðna úr hita og þarna sat hann í skyrtunni sinni, lopapeysunni og jakanum. Í alvörunni? Er einhver að gera gys að mér?

Hann hallaði sér aftur í sætinu, jafn svalur og ætið, og glotti til mín. Ég blés frá mér og kom við brennandi kinnarnar. Ég gjóaði augunum á líffræðinginn sem spurði mig, brosandi út að eyrum, hvort ég vildi ekki skreppa út á bílastæði í smá stund til að bræða klakann af því. Ég sendi honum bros til baka. Og leit svo aftur á svala ráðgjafann í ullarpeysunni.

"Farðu úr fötunum...", bað ég hann: "farðu úr fötunum, mér verður enn heitara að horfa á þig í þeim..." Svali ráðgjafinn flissaði og lofaði að spá í að fækka eitthvað fötunum... Þegar leið á kvöldið fór að verða þægilegra að horfa á hann, jakinn fékk að fjúka, lopapeysan fékk að fjúka og hitinn hjá mér að lækka.

Innri hitastillingin mín er stillt eitthvað öðruvísi en annara. "Opnum glugga", sting ég uppá við herbergisfélaga mína sem hrista hausinn og segjast vera kalt. Ég mæti í stuttermabol og berfætt í vinnuna og skil ekker hvernig herbergisfélagarnir hafast við í mörgum lögum af fötum.

Mér finnst mér vera of heitt meiri hlutan af deginum. Fólk horfir á mig og spyr hvort mér sé ekki kalt, ég neita. En vinnufélagarnir eru að ná þessu. Ef þeim finnst passlega heitt, er Vilmu of heitt. Svo ég eyði dögunum í að reyna að opna glugga og reyna að sannfæra fólk að fækka fötum því mér líður illa að horfa á of mikið klætt fólk þegar ég er að leka niður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

hahaha snilld eins og vanalega, nú er ég forvitin hver Svali ráðgjafinn er

Snjóka, 30.10.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband