Ég er fyrirbæri!

Ég rýndi í skjáinn í leit að týnda tölvupóstinum. Rýndi og rýndi. Við hlið mér sat líffræðingurinn og stjórnaði músinni. Fumlaust skrunaði hann upp og niður skjáinn og ég fann hvernig augun í mér voru að detta úr kollinum á mér þegar ég reyndi að fylgja tölvupóstinum eftir.

"Hættu að rúlla póstinum svona yfir skjáinn!", sagði ég í skipandi tón og hélt svo áfram: "Ég verð alveg rugluð í kollinum við þetta". Líffræðingurinn leit ekki af skjánum þegar hann svaraði mér: "Það er nú ekki eins og það sé erfitt að rugla þig í hausnum...". Hann reyndi að halda alvarlegum svip en gat ekki leynt glottinu, þetta er svona sérstakt "stríðum Vilmu" glott. Ég setti upp skeifu og gaf honum olnbogaskot.

Við erum búin að sitja stíft við síðustu daga við undirbúning næstu gangsetningu útí Bretlandi og við þjónustu við síðasta fyrirtæki. Við erum orðin svo vön að skrifa alla tölvupósta á ensku að það liggur við að við eigum í erfiðleikum með annað.

Við erum annars fjögur í verkefnahópnum og svona um miðjan dag í dag snérist allt í einu umræðan um það hvernig ég skæri mig úr hópnum. Fyrir utan það augljósa sko, en ég er nefnilega eina stelpan og kann svo sem vel við það. Svo er ég yngst. Það munar reyndar ekki miklu á mér og þeim næsta á undan en nógu miklu til að ég geti sagst vera yngst. Svo er ég með lengsta nafnið (og það fallegasta...). Þegar þetta með nafnið kom í ljós kom líffræðingurinn með einhverja athugasemd um að það væri bara af því ég léti bera svo mikið á mér. Ég neitaði en sagði að þetta væri af því ég hefði flóknasta persónuleikann og nafnið túlkaði það.

Hann leit snöggt á mig, glotti, leit aftur á skjáinn og sagði svo frekar lágt; "Ja, þú ert allvega flóknasta fyrirbærið!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh þið tvö
en bara svona minna þig á að það er kominn miðvikudagur, það er símtal í kvöld .... krosslegðu putta 

Rebbý, 29.10.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband