Backókí

Ég stóð skelfingu lostin fyrir framan hóp af fólki. Ég get ekki sagt að ég hafi sent fallegar hugsanir til líffræðingsins á akkúrat þessari stundu, nei bara allt annað en fallegar. En ég var ákveðin í að gefa ekki eftir. Svo byrjaði lagið að hljóma og sú vitneskja að ég kunni ekki lagið varð skelfilega augljós. Textinn byrjaði að renna yfir skjáinn og stjórnandinn söng fyrstu nóturnar, ég leit við á hann í von um að hann myndi bara slökkva en hann brosti bara uppörvandi. Ekkert annað að gera en að snúa sér aftur fram, ég leit snöggt á Sísí sem hafði komið með mér upp, svona til halds og trausts, og svo byrjuðum við bara.

Mér fannst lagið vera allavega hálftíma langt. Hálftími að píningum og fölskum tónum. Og löngum þögum þar sem ég reyndi að fatta hvernig lagið ætti að vera. Loksins var það búið og þegar við snéum aftur í sætin hvatti stjórnandinn fleiri til að koma upp: "Ef þær geta þetta þá geta allir komið upp!"

Þetta var svona þvingað karókí kvöld í vinnunni. Sko þvingað þannig að eiginlega enginn fékk að velja sitt lag sjálfur. Ég byrjaði með því að velja alveg fullkomið lag fyrir líffræðinginn sem passar hans stíl og hans rödd voðalega vel. Hann var kallaður upp og skoraðist ekki undan. Stóð sig með prýði. En í hefnarskyni fór hann til stjórnandans og þóttist hafa fundið miða með mínu nafni á gólfinu og þegar ég var kölluð upp var ekkert annað að gera nema láta bara vaða.

Kvöldið var alveg hins besta skemmtun, góðar veigar, skemmtilegur félagsskapur og misgóður söngur. Getur bara ekki klikkað. Reyndar byrjaði karókíið rólega, fólk eitthvað stressað við að fara upp en það rættist út því. En við vorum að spá. Stundum gæti bara verið gaman að fara upp og syngja bara bakraddirnar. Svona Backókí. Þá kæmust líka fleiri að, alveg þrír eða fjórir í einu og þurfa ekki að hafa sig eins mikið að fífli eins og ég þurfti að gera. Ég hefði til dæmis alveg verið til í að syngja smá "ahhhhhhh" eða "sjúmmmsjúmmmmsjúmmmm" í backókí í góðum hópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

hahaha, mikið hefði ég nú gefið fyrir að geta séð þetta. Þú verður að taka re-play fyrir mig 

Snjóka, 25.10.2008 kl. 20:11

2 identicon

Þetta gast þú !    Ég er svooooo stolt af þér :)

Bibba (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband