24.10.2008 | 00:01
Yfir þér vaka
Ég leiddi prinsinn og við hlupum eins hratt og við gátum. Sem var reyndar ekkert mjög hratt því við höfðum vindinn beint í fangið og hann blés hressilega. Óveðrið, sem hafði verið spáð, var greinilega að koma. Við hægðum á okkur þegar kom að stórri götu og ég fann hvernig prinsinn minn togaðist aftur á bak. Ég kippti honum að mér og svo hlupum við af stað aftur.
Kvöldið fór allt öðruvísi en búið var að plana. Ég ætlaði að klára helgartiltektina snemma, horfa á sjónvarpið og kanski dúlla mér í heitu froðubaði. En gerði ég eitthvað af þessu? Nei! Alveg óvænt lenti ég í yfirsetu yfir nýja litla vini mínum. Kettlingar heimalingsins eru ekki að þrífast og léttast bara... kominn tími til að bregðast við. "Hann kólnar bara upp", sagði pabbinn í símann og við það sama trítluðum við prinsinn í heimsókn til að kíkja á ástandið.
Lilleman, nýi vinur minn, var ósköp líflaus og brothættur. Auminginn litli. Ég hef aldrei séð svona lítinn og léttan kettling, innan við 70 grömm, þar sem hann lá í lófanum á mér og bærði varla á sér. Ég skoðaði hann í bak og fyrir og prófaði að pota í hann. Eiginlega engin viðbrögð. Og þar sem heimilisfólkið átti ekki annars kost en að skreppa út í smá stund varð úr að ég og prinsinn pössuðum gengið. Ég var ákveðin í að láta Lilleman ekki deyja á minni vakt og til að halda honum heitum og hafa hann rólegann setti lagði ég hann innan klæða ofan á barminn. Þar er heitt og mjúkt að liggja og Lilleman virtist kunna vel við sig.
Svo var kominn tími til að gefa öllum að drekka. Ósköp varlega, dropa fyrir dropa, nærði ég Lilleman var nú eftir blundinn allur sprækari og skrækti jafnvel aðeins. Hann var kannski ekki líflegur né hress að sjá, en lifandi og allavega ekki slappari en hann var í upphafi kvölds. Þegar ég hafði lagt heimilisfólki lífsreglurnar, skipað næturgjafir og eftirlit, hitateppi og vaktaskipti, lögðum við prinsinn af stað á móti óveðrinu og rétt komumst heim móð og másandi.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Æi... greyið litla... Ég vona að hann nái að hressast og dafna. Hvernig líður honum annars núna?
Einar Indriðason, 24.10.2008 kl. 08:29
Hvern annan talar maður við ef maður á í kisuvanda?
Gott að þú gast hjálpað þeim - vonum að þeir braggist
Rebbý, 24.10.2008 kl. 08:37
Því miður dó Lilleman núna í morgunsárið, en hinir kettlingarnir eru að braggast.
Vilma Kristín , 24.10.2008 kl. 09:21
Æ en sorglegt.
Bibba (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:40
æi, greyið litla. Þó gott að hinir eru að braggast.
Einar Indriðason, 24.10.2008 kl. 13:46
leiðinlegt að heyra með Lilleman, vonandi halda hinir áfram að braggast
Snjóka, 24.10.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.