Skottið á skjánum

Ég rýni og rýni en ég sé ekki skjáinn. Nei fyrir skjánum er dökk grátt loðið skott sem sveiflast til og frá. "Feiti köttur!", segi ég í ströngum tón. Millie lítur á mig með hneykslun. Sko hvað er ég að gera með tölvuna mína bak við skottið á henni? Ég get bara fært mig...hún er að standa þarna. Svo lítur hún aftur á sætukopp með eftirvæntingu, vill fá meira klapp, meiri gælur. Sætukoppur klórar henni á kollinn og hvíslar að henni blíðum rómi: "Ljóti köttur... feiti köttur". Millie malar og lygnir aftur augunum. Og sveiflar skottinu enn meira fyrir framan skjáinn. Ég yppti öxlum og verð bara að sætta mig við þetta. Sitja bara og bíða þar til prinsessunni dettur í hug að færa sig.

Hinu megin við mig stendur Mía uppá heimalingnum. Heimtar líka athygli, ást og umhyggju. Sem hún fær auðvitað. Skokkar svo í burtu þegar nóg er komið. Hún er þó allavega ekki að sveifla skottinu eins og feiti kötturinn. Ekki langt undan hvíla svo bumbukettirnir sig. Óskaplega þreytandi að vera svona óléttur, burðast um með bumbuna... já, ég held að það verði aldeilis fjör á bænum þegar allt fyllist af kettlingum, bæði þeim sem voru skipulagðir og svo litlu leynigestunum.

Skyndilega er Millie búin að fá nóg af keleríi með sætukoppu og heimasætunni og skoppar í burtu. "Bæ, feiti köttur...", kalla ég á eftir henni og er dauðfegin að fá tölvuna mína aftur til umráða. Ekkert meira skott á skjánum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

eins gott að nýta tímann núna og kíkja á þig áður en heimilið gjörsamlega fyllist af köttum - "ljótum" köttum og enn "ljótari" kettlingum sem engin leið verður að standast

Rebbý, 22.10.2008 kl. 22:48

2 identicon

Ég man nú eftir að hafa setið heilu kvöldin með kattarrass yfir hálfum skjánum og Míu skott í andltinu.  :)

Bibba (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mig langar í kisu......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Vilma Kristín

Rebbý, já... drífðu þig í heimsókn.. oft... áður en kettirnir yfirtaka heimilið 

Bibba, já.. mannstu?  Það var í þá gömlu góðu daga þegar Mía hafði aðgang að nógu breiðum skjám til að kúra uppá.  Sérlega vinsælt að sýna á sér rassinn...

Hrönn, það er nóg úrval af köttum á mínum bæ!  Og bara vaxandi framboð...

Vilma Kristín , 23.10.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband