Vindurinn bítur

Saman trítla þau í átt að strætóskýlinu. Frostið bítur í sællegar kinnarnar og vindurinn togar í fötin þeirra. Veturinn er klárlega að koma, íslenskur vetur sem virðist gera það að gamni sínu að hrella saklausa unglinga með kulda, roki, rigningu, snjókomu eða bara því sem honum dettur í hug. Íslenskur vetur sem virðist hafa mest gaman þegar unglingarnir eru illa klæddir og ekki tilbúnir í að berjast á móti veðrinu.

Og þarna voru þau, tveir krúttlegir unglingar, úti að trítla að reyna að stætisvagninum sem vonandi væri hlýr og notalegur. Veturinn hló. Þetta var akkuat það sem hann vantaði, saklausir unglingar. Nú myndi hann skemmta sér sérstaklega vel. Hann blés eins köldu og hann gat og strauk vanga stúlkunnar reyndi að ná í eyrun, það er góður staður til að bíta í. En stúlkan hló og hristi kollinn sem var vel hulinn loðinni svartri húfu með bangsaeyrum. Þarna hafði hún leikið á hann.

Veturinn gafst ekki upp... best að reyna að leika á drenginn. Veturinn átti leynibragð sem hann ætlaði að reyna, svona eiginlega uppáhaldsleynibragð. Já, blása ísköldu lofti með nokkrum snjókornum ofan í hálsmálið. Hann reyndi sitt allra besta. En drengurinn virtist ekki taka eftir því, yppti bara öxlum, hló og spjallaði við stúlkuna. Vel varinn með hlýjum og þykkum trefli.

En veturinn átti en eftir að eitt bragð enn. Alveg óbrigðult ráð. Já, að ráðast á puttana á unglingum er gaman. Þeir hafa aldrei vit á að passa puttana. Og veturinn blés og blés og blés. En unga parið hélt áfram eins og ekkert hafði í skorist. Nei, hér var eitthvað skrítið á ferðinni. Eitthvað þess virði að skoða nánar. Og hann rýndi á hendurnar og honum mætti skrítin sjón.

Drengurinn var með vettling á vinstri hönd. Stúlkan var með vettling á hægri hönd. Og á milli þeirra var sameiginlegur vettlingur sem heimasætan prjónaði alveg sjálf, stór sameiginlegur vettlingur fyrir ástfangið par sem vill geta leiðst á köldum kvöldum, í sameiginlegum vettling. Ástarvettlingur fyrir ung og sæt pör til að leika á ískaldan veturinn.

Veturinn setti upp skeifu og hélt áfram för sinni að leita að hentugum fórnarlömbum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús minn hvað þetta var sætt :)

Bibba (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Einar Indriðason

Ég spái því... svona bara út í loftið ... að veturinn eigi eftir að verða enn kaldari..... áður en hann verður heitari....

Einar Indriðason, 20.10.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Rebbý

ohhhh krúttað - alveg er hún dóttir "okkar" snillingur

Rebbý, 20.10.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Snillingur er hún!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 08:58

5 Smámynd: Snjóka

hehe snilldarfrásögn, alveg sé ég unglingana fyrir mér

Snjóka, 21.10.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband