Ljósin á himninum

Ég og prinsinn vorum menningarleg í dag.  Dirfum okkur í leikhús í boði Snjóku (takk fyrir það) og kíktum á ævintýrið um Gosa.  Flott sýning og við sátum alveg spennt í sætunum.  Það sem vakti mesta lukku var þó nefið á Gosa sem lengdist og lengdist með hverri lyginni.  "Er þetta alvöru?", hvíslaði prinsinn að mér með augun galopin af undrun.

Prinsinn er kominn með áhugamál.  Eitthvað sem hann er mjög spenntur fyrir.  Dálítið óvenjulegt áhugamál fyrir átta ára peyja, en þetta er nú einu sinni sérstakur strákur.  Nýja áhugamálið hans er friðarsúlan.  Jebb, hann fylgist spenntur með henni.  Hvernig hún er í hvert sinn.  Hann skimar eftir henni þegar við erum á ferðinni og hrópar af spenningi þegar hann finnur hana.  Stundum sést hún vel og stundum ekki eins vel. "Friðarsúlan! Friðarsúlan!", hrópar hann: "mamma, sjáðu hvað hún sést vel?"  Og ég hlæ og tek undir með honum.  Ég er reyndar líka heilluð af henni líka.  "Hey, mamma mín er úti!", skrækti heimasætan í símann sinn þegar hún kom labbandi heim úr strætó og fann mig standandi útá stétt. Standandi og starandi á friðarsúluna.

En þetta er ekki það eina sem  hann er kominn með áhuga á. Nei, og hitt áhugamálið hefur hann fengið í arf frá mér. Já, og tengist kannski aðeins friðarsúluáhuganum.  Já, það er semsagt áhugi á tunglinu.  "Sjáðu hvað tunglið er fallegt?", segir hann og bendir útum gluggan.  Ég kíki út og samsinni.  

"Tunglið er næstum eins og sólin, mamma, það skín á okkur", segir hann á meðan hann horfir á það og hallar höfðinu.  Tunglið er í miklu meira uppáhaldi hjá okkur en sólin. Tunglið er svo margbreytilegt en umfram allt fallegt, friðsælt og fullkomið.

Næst er að reyna að vekja áhuga prinsins á norðurljósunum.  Þá verðum við alveg að rokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Gott að þið skemmtuð ykkur vel, var viss um að prinsinn hefði mun meiri þörf fyrir það að fara í leikhús en ég

Snjóka, 19.10.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Rebbý

ekkert sem fullkomnar eins bústaðarferðir eins og að liggja í heita pottinum og horfa upp á dansandi norðurljós ..... eða fullt tunglið

Rebbý, 20.10.2008 kl. 08:30

3 identicon

Lilja mín er líka alveg heilluð, bæði af tunglinu og Friðarsúlunni (túlli og dóra ljósi...) 

Eva (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:01

4 identicon

Þetta verður kósí vetur hjá prinsinum

Bibba (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband