Nei, takk... nei...

Í dag mótmælti ég, svona næstum því.  En bara alveg óvart.  Ég ætlaði bara að hafa rólegan dag án allra uppákoma.  Nú heldur kannski einhver að ég hafi farið niðrá Austurvöll, en það er af og frá.  Þanngað fór ég alls ekki.  Hinsvegar kannaðist ég við ansi mörg andlit í myndskeiðinu frá mótmælunum sem hægt er að skoða á visir.is. Jebb, annað hvort þekki ég slatta sem fór eða bara fólk sem ég kannast við er sérlega lagið að koma sér í sjónvarpið.

"Þú kemur að mótmæla með mér næsta laugardag...", sagði kenarinn skipandi róm í símanum.  Ég reyndi að andmæla, ég vildi bara hugsa skemmtilegar hugsanir... og ég var líka eiginlega sofandi.  Hún náði mér þar sem ég var að reyna að leggja mig.  Það gekk reyndar ekki vel þar sem síminn minn virtist vera mjög vinsæll.  Kennarinn og kattadómarinn voru alveg yfir sig spennt yfir þessu og reyndu að sannfæra mig að það hefði bara verið mjög gaman. Right.  Svo lagði ég á og hélt áfram að reyna að leggja mig fram að næsta símtali.

En snúum okkur aftur að því sem ég byrjaði að segja frá.  Eftir skákæfingar og leti morgunsins drifum við fjölskyldan okkur í Kringluna.  Ég jók hraðann þar sem ég skundaði eftir ganginum með krakkana á eftir mér.  Skyndilega gengur að okkur kona með klemmuspjald í höndunum.  Ég mæli hana út, einhver að gera könnun eða með undirskriftalista hugsa ég og reyni að auka enn hraðan.  "Fyrirgefðu, má ég trufla þig aðeins?", spyr konan.  Ég brosi til baka og segi: "Nei, takk" og held áfram.  Þá tekur konan stökk til hliðar og gengu í veg fyrir okkur og heldur áfram að tala: "já, en ég er með undirskriftalista á móti ofbeldi á konum...."  "Nei, takk...", endurtek ég án þess að stoppa. "HA? Viltu virkilega ekki skrifa undir þetta?", æpir þá konan á eftir okkur með fyrirlitningartón.  Fólk allt í kring snýr sér við og ég finn að ég er að verða ansi pirruð.  Ég meina, ég var búin að segja að ég vildi ekki láta trufla mig.  Mig langaði ekkert að vita hvað hún var að dúlla sér við þarna og ekki laust við að mér hafi nú fundist hún pínulítið dónaleg að æpa svona á eftir okkur.  

Og nú byrjaði það skrítna.  Ég er viss um að allar undirskriftakonurnar eru með kalltæki eða talstöðvar því þarna spruttu þær fram út um allt. Alls staðar í kringum okkur.  Þetta minnti pínulítið á svona atriði í hryllingsmynd.  Þær nálguðust okkur úr öllum áttum. "Fyrirgefðu, má ég trufla aðeins?" "Viltu skrifa undir..." "Ég er hér með undirskriftalista..." "Má ég stoppa þig í tvær..."

Ég hélt brosinu bara á andlitinu, hélt áfram að ganga og sagði í sífellu: "Nei, takk... Nei, takk..." En var eiginlega hætt að lítast á þetta.  Farin að kvíða því að þurfa að ganga til baka.  Rétt þegar við vorum að koma að búðinni sem ferð okkar var heitið birist ein enn: "Má ég aðeins trufla?"  "Við erum búnar að segja NEI!", stundi heimasætan áður en ég náði að segja eitthvað.  Prinsinn minn sló þá í gegn þar sem hann stoppaði og sagði skýrt við konuna: "Nei þýðir NEI!".  Hvar hann lærði þennan frasa veit ég ekki en ég gat ekki annað en flissað. Svo héldum við áfram í búðina og fengum alveg frið þegar við gegnum til baka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Hehe... "Nei þýðir Nei!" ... Góður frasi, og þá sérstaklega á þessar persónur! :-)

Gott hjá prinsinum :-)

Einar Indriðason, 19.10.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahahahahah prinsinn er greinilega efnilegur ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Rebbý

prinsinn á nokkur svona gullmóment ... en má ég trufla þig aðeins?

Rebbý, 19.10.2008 kl. 16:28

4 identicon

Hahahaha ...  þetta er alveg nýr vinkill á hugtakinu ofbeldi :)

Bibba (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband