17.10.2008 | 21:39
Skammastu þín svo...
Af þónokkru öryggi ýtti ég á þrjá hnappa á lyklaborðinu í einu, sannfærð um að þeir myndu leiða mig áfram á nýja slóðir í tölvuheimum. Og þeir gerðu það... bara alls ekki á slóðina sem ég átti von á að lenda á. Alls ekki reyndar. Ég semsagt ýtti á alla þrjá hnappana þar sem ég sat við tölvu líffræðingsins og starði einbeitt á skjáinn. Skyndilega urðu báðir skjáirnir við tölvuna svartir. Ég glennti upp augun í skelfingu. Leit svo hikandi á líffræðinginn sem sat við hliðina á mér og vann í minni tölvu. Ég sá að hann gjóaði augunum yfir á svörtu skjánna hjá mér.
Áður en ég gat sagt nokkuð byrjaði að fæðast líf á öðrum skjánum. Úbbsss... nú var ég í vandræðum. Allt sem hafði verið á hægri skjánum birtist nú á vinstri skjánum. Hægri skjárinn virtist vera alveg steindauður. Líffræðingurinn renndi sér yfir til mín í skrifborðsstólnum sínum og ég byrjaði um leið að flissa. Alveg ósjálfrátt. Ég ætlaði alls ekki að flissa. Enda var þetta ekki fyndið. Ég búin að skemma tölvu líffræðingsins.
Hann byrjaði lífgunartilraunir og leit á mig hálf hneykslaður. Hvað hafði ég nú gert? Ég gat ekki hætt að flissa og smá saman breyttist flissið í óstöðvandi hlátur. Eiginlega var ég komin í hnút af hlátri. Líffræðingurinn hélt áfram að gera örvæntingartilraunir að bjarga skjánum. Og sko! Kviknaði ekki á hægri skjánum. Eina vandamálið að hann hagaði sér ekki rétt og það þurfti skrítnar tilfæringar til að geta dregið hluti inn á hann. Ég emjaði af hlátri og ég er ekki frá því að líffræðingurinn hafi verið farinn að brosa... jafnvel flissa lágt. Á milli hlátursroka sagði ég líffræðingnum sögu af skemmtilegri gangsetningu hjá stóru fyrirtæki þar sem akkúrat þetta sama hafði gerst á næstum öllum tölvu fyrirtækistins. "Varst þú að kenna þeim flýtilykla?", spurði hann og mér fannst vera smá hæðni í röddinni. Ég hló meira, fannst svo fyndið að ég skyldi hafa fallið í þessa gryfju... að hafa ýtt á þessa flýtilykla sem ég á að vita að framkvæma þessa skipun.
Eftir að líffræðingurinn var búinn að laga skjánna fékk náðursamlegast leyfi til halda áfram að vinna á tölvunni hans með loforði að fikta ekki meira. Ég hagaði mér óaðfinnanlega og þorði ekki fyrir mitt litla líf að ýta á nokkra samsetningu af lyklum. Í huga mér reyndi ég að af afsaka þessi bjánalegu mistök með því að við vorum orðin rugluð af þreytu enda búin að vinna allt of mikið, allt of lengi... en ég þorði ekki að reyna að afsaka mig upphátt.. nei, betra að hafa bara hægt um sig eftir allan hláturinn...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Hmmmm......... ertu bankastarfsmaður???? Ég er nefnilega fyrrverandi bst og lenti í vinnuhrinu uppúr 1983. Þetta hljómar kunnuglega.
Myllfríður Högnadóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:07
Híhí þetta minnir mig á þegar skjárinn hjá vinnufélaga mínum fór allt í einu á hvolf.
:)
Bibba (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.