Heimalingur til bjargar

Ég haltraði inn um hurðina heima, skakklapaðist einhvern veginn eftir ganginum. Ég henti frá mér innkaupapokanum og hálf hoppaði á öðrum fæti á klósettið. Hjúkk, rétt náði í tíma. Notaði tíman á klósettinu til að berjast við að klæða mig úr skónum og bældi niður vælið þegar ég dró hægri skóinn af fætinum. Andskotinn.

Svo haltraði ég fram með skeifu og hlammaðist í sófann um leið og ég var búin að ganga frá. 14 tíma viðburðaríkur vinnudagur loksins liðinn. Ég búin að koma við í klukkubúðinni til að sækja nauðsynjar og nú vildi ég bara setjast niður og spjalla við heimalinginn minn sem var að líta eftir sofandi prinsinum.

En ég fann svo mikið til í fætinum. Ég bar mig aumlega við heimalinginn og útskýrði málið: "ég er nefnilega með flís í fætinum. Fékk hana í morgun en náði henni ekki úr svo ég gekk á henni í dag... en nú er þetta orðin sárt". Heimalingurinn spratt á fætur, ávallt tilbúin og reddaði áhaldi. Vopnuð settist hún á móti mér og heimtaði að við næðum flísinni úr... enda er víst fáranlegt að hafa flísina bara í fætinum daglangt.

Ég gretti mig þegar ég dró sokkinn af og við mér blasti rauð og bólgin il sem var ferlega vont að pota í. Heimalingurinn bar sig fagmannlega að, enda er ekkert sem þessi dama getur ekki leyst... sko hún klippir hár, eldar, bakar, passar börn, keyrir bíl og.... nær flísum úr fótum! Hún kreisti, beygði og mundaði vopnið... og viti menn, hún náði úr fætinu.... ekki flís eins og ég var búin að segja að væri þarna.... nei, hún náði glerbroti úr fætinum! Ha? Ég varð ferlega hissa þegar hún sýndi mér árangur... ó... var þetta ekki flís... nú skil ég af hverju þetta var frekar óþægilegt. Og nú sit ég með fótinn uppá skemmli með seiðandi verkjum og fallega rauðann. Merkilegt hvað þarf lítið til að fella mann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Heimalingurinn stendur sig vel eins og vanalega, vonandi batnar þér í fætinum í dag og vinnur kannski bara stuttan vinnudag eða ca 12 tíma

Snjóka, 16.10.2008 kl. 07:22

2 Smámynd: Einar Indriðason

Hvurnig í ósköpunum fórstu að því að fá glerbrot upp í löppina á þér?

Notaðu nú tækifærið og láttu stjana við þig, svona til tilbreytingar.  (Og, já... farðu nú að stytta vinnudaginn niður í 12 tímana...)

Einar Indriðason, 16.10.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: Vilma Kristín

Það er bara greinilega ekkert mál að koma sér í þessa aðstöðu. Fyrst leggur maður bara glerbrot á gólfið og stígur svo á.  Eða ferð "óvissu" leiðina eins og ég gerði... þá fær maður bara einhvern annan til að leggja glerbrot á gólfið á einhverjum óvæntum stað.  Það gerir þetta meira spennandi.  Ég svo sem fann alveg þegar ég steig á það, kíkt og sá að blæddi aðeins úr ilinni en hélt að þetta væri bara flís...

Annars er ég mikið betri í dag eftir takmarkaðann svefn og næturbröld okkar heimalingsins, svo mikið betri að ég get alveg labbað og allt án þess að finna til!

Vilma Kristín , 16.10.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Einar Indriðason

Pant-ekki fara í svona "óvissu" ferð hjá þér.

Einar Indriðason, 16.10.2008 kl. 09:44

5 identicon

Þessi stelpa er alger perla.

Bibba (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband