...túkall...

Ég tímdi eiginlega ekki að líta uppaf disknum og hélt því áfram að moka, einbeitt, kartöflustöppunni uppí mig. " Býrðu til kartöflumús úr alvöru kartöflum?", spurði ég og smjattaði á meðan. Kokkurinn hló við, auðvitað notaði hún alvöru kartöflur.... annað er bara ekki... alvöru. Ég var sátt við svarið og hélt áfram að moka. Ég gat eiginlega ekki ákveðið hvort ég vildi næst fá mér súpu eða kartöflustöppu. Eða bara bæði í einu.

Ég og prinsinn vorum svo útsjónarsöm að væla okkur út matarboð í kvöld. Tróðum okkur inn hjá mömmu Rebbýar þegar við fréttum að það yrðu saltkjöt og baunir á boðstólum. Saltkjöt og baunir eru alveg það besta sem ég fæ. Heimasætan lítur ekki við svona mat, ja nema rétt til að fitja uppá nefið (skil ekki hvaðan þetta barn kemur) og ég hef ekki nennt að elda fyrir mig eina svona í mörg ár. Læt mér nægja það sem boðið er uppá í mötuneytinu í vinnunni.

Og svo kemur svona hvalreki á fjörur mínar. Heimalötuð baunasúpa með saltkjöti. Og svo leynigesturinn... alvöru kartöflustappa. Ég fór að hugsa aftur á bak og það eru... haldið ykkur fast... það eru allavega 20 ár síðan ég fékk svoleiðis síðast. Sennilega lengra. Og nú man ég hvað mér finnst hún góð. Ég náði varla að komast uppúr skálinni.

Útundan mér sá ég að prinsinn var hættur. Ég greip súpuskálina hana og kláraði það sem eftir var í henni. Hreinsaði af disknum hans. Fékk mér meiri kartöflustöppu. Þegar ég gaf mér tíma til að líta upp sátu Rebbý og mamma hennar og störðu á mig. Sennilega hef ég litið út fyrir að hafa ekki fengið ætan bita í svona tvö ár þar sem ég sat með diskana í kringum mig og örugglega með kartöflustöppu um allt andlit. Mmmmm... Þvílíkur lúxus fyrir ofurþreytta, úttaugaða einstæða móður sem var að vinna til tæplega að sjö að komast í ekta heimalagaðan mat og þurfa hvorki að elda né vaska upp. Jebb. Lífið er lúxus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jess! Forvitnastu um, svo lítið beri á, hvað mæður annarra vinkvenna þinna ætla að elda næstu kvöld! Droppaðu svo inn, rétt um sjö, með prinsinn og segðu í svona hissatón: Nei - er matur?

Þetta sparnaðarráð var í boði Hrannar hinnar hryssingslegu!  

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 22:08

2 identicon

Ja, þú getur prufað að koma í heimsókn til mín um þetta leyti.  Ætli þú mundir ekki lenda í því að þurfa að elda oní okkur :)
... annars hélt ég að ég væri ein um að lenda í svona atriði ;)

Bibba (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Rebbý

við horfðum á þig með hamingju vinkona því það er svo gaman að fá fólk í mat sem nýtur matarins og er óhrætt að biðja um ábót
það er alltaf alvöru mús hjá mömmu og ég skal hugsa til þín næst þegar við ákveðum að hafa gott að borða þar sem mús fylgir með .... en langar ekki að prófa hana ofan í baunasúpuna eins og prinsinn ákvað að nauðsynlegt væri að gera

Rebbý, 14.10.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Rebbý

mæli líka með því að fleiri geri þetta - bjóði vinum í mat þar sem maður hvorki eldar, vaskar upp eftir matinn né borgar ..... frábært sparnaðarráð !!!

Rebbý, 14.10.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Vilma Kristín

Sko, ég prófaði nú líka, að ráði prinsins, að setja músina í baunasúpuna og það var bara mjög gott!  Í alvörunni.  Varð svona "creamy" og mjúkt

Vilma Kristín , 15.10.2008 kl. 09:02

6 Smámynd: Einar Indriðason

Héðan í frá mun ég borða saltkjöt og baunir (og kartöflumús) með nýju hugarfari....

Einar Indriðason, 15.10.2008 kl. 09:52

7 identicon

Oooooo ég slefaði næstum því þegar ég las þetta.......

Hrund (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband