Framtíðin og gamla daga

Prinsinn minn er að verða stór strákur. Hann er byrjaður að læra ensku sem mér finnst alveg ótrúlegt. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á að tjá sig á framandi tungumálum. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann tók uppá að kalla mig "mom" eða "mommie" með ýktum bandaríkskum hreim. Auk þess hefur hann kunnað svona eitt og eitt orð, en það er að breytast hratt.

Hingað til hafa öll trúnaðarmál, viðkvæm mál og leyndarmál verið rætt á mínu heimili á ensku til að vernda viðkvæm eyru prinsins. Það þarf að breytast núna. Engin stelpumál rædd áhyggjulaus við eldhúsborðið lengur. Engin vandamál forrtíðarinnar eða fréttir af kreppunni. Neibb, skrúfað fyrir allt sem prinsinn má ekki heyra því nú situr hann spenntur og lepur upp eftir okkur orðin.

Þar að auki sigur hann límdur við sjónvarpið og endurtekur það sem hann heyrir þar, veit ekki hversu miklu það skilar í náminu. Einstaka sérlega áhugaverð orð kemur hann með til mín og biður um þýðingu. Stundun skolast þau eitthvað til á leiðinni til mín og ég skil ekki orðið. En stundum skila þau sér alveg ljómandi vel og ég get ekki annað en brosað þegar áhugasamur prinsinn stendur fyrir framan mig og spyr, alvarlegur á svip: "Mamma, hvað þýðir Holy Crap?"

Þetta er framtíðinn, enskumælandi prins. Enn hann er líka upptekinn að lífinu í gamla daga. Hann vill vita allt og ekkert um lífið þá og spyr endalaust spurninga. Einhvern veginn er hann sannfærður um að ég hafi verið uppi í "gamla daga" og í hans huga er bara til eitt gamla daga. Þar sem voru engir bílar, ekkert sjónvarp og engin gemsi. Þetta finnst honum hið ótrúlegasta mál. "Mamma, þegar þú varst í gamla daga... voru þá engir bílar?", spyr hann. Og þegar ég reyni að útskýra að "gamla daga" sé dálítið breytt tímabil... gamla daga þegar ég var lítil og gamla daga þegar amma var lítil sé bara mjög ólíkt endurtekur hann bara spurninguna.

Á leiðinni heim áðan frá heimsókn til Snjóku byrjaði hann að spá í málin. "Mamma, þegar þú varst lítil áttir þú þá fyrst heima í gamla daga og svo á Íslandi?", kallaði hann úr aftursætinu. Ég hváði við og fékk spurninguna endurtekna, aðeins ýtarlegri. Og þá sá ég að drengurinn hefur greinilega eitthvað misskilið þetta. Hann hefur trúað því að gamla daga sé staður, eða land. Allt sem gerist í gamla daga gerist í semsagt í einhverju furðulegu fjarlægu landi. Þar ægir saman víkingum, indjánum og alls konar skrítnu fólki, þar eru engir bílar og engar tölvur og ekkert sjónvarp. Ferlega skrítið land þetta Gamla daga...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ég vil komast til gamla daga - getur þú ekki reddað ferð þangað?
lífið hlýtur að vera einfaldara þar

Rebbý, 13.10.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Einar Indriðason

Bara eitt fyrir þig að gera... Fara að læra forn-grísku, og nota hana við leynispjall við borðið.

Segðu svo prinsinum að einu sinni ... þá var bara ein sjónvarpsstöð á Íslandi.  Og... það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum.  Já, og það var allt í svart hvítu.  (Ekki búið að finna litina upp.)

Einar Indriðason, 14.10.2008 kl. 08:13

3 identicon

Rebbý : Be careful what you wish for :)

Bibba (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 09:07

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehe ég man þegar dúlludúskurinn minn var að læra að lesa! Þá sagði kennarinn að það væri svo vooooða gott að æfa sig að lesa með því að lesa það sem stæði utan á húsum. Drengurinn og vinur hans - voru á þessum árum fullir eldmóðs að læra að lesa hratt og örugglega og lásu fjálglega allt sem "stóð utan á húsum" Einn daginn stóðu þeir lengi fyrir utan Hótelið og stöfuðu sig fram úr því sem stóð þar - komu svo og spurðu: Hvað þýðir F O K K  Y O U? Nema þeir báru það fram "fokk iiiou........"

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband