Strokur virka...

Ég hallaði mér fram og hvíslaði blítt í eyrað á honum og strauk svo yfir það, hvíslaði blítt að honum ástarorðum. Hann lygndi aftur augunum og hjúfraði sig niður. Núna skipti ekkert í heiminum máli nema við, nema það sem til stóð.

Ég reisti mig við og teygði mig eftir olíunni. Ég tók lokið af og spreyjaði aðeins af ilmandi olíunni í lófann. Ég nuddaði saman lófunum, hratt, til að gera hendurnar heitar og mjúkar, einnig til að dreifa vel úr olíunni. Svo lagði ég hendurnar á bakið á honum og strauk blítt en ákveðið. "Þú ert svo sætur...", stundi ég lágt og vonaði að hann myndi heyra í mér. Að hann heyrði ekkert nema lága rödd mína. Að hann finndi ekkert nema blíðar strokur mínar.

Þegar ég var búinn að nudda og strjúka á honum bakið nokkra stund snéri ég mér að grannri bringunni. Bar örlítið meiri olíu í lófana. Byrjaði að nudda og strjúka efst á bringunni og færði mig svo hikandi niður bringuna, niður á maga, yfir síðuna, aftur á magann. Hann var grafkyrr og virtist líka athöfnin.

Ég reisti mig upp aftur og leit í kringum mig. Var kannski kominn tími á að skipta úr nuddinum og strokunum yfir í eitthvað annað? Eitthvað meira spennandi? Ég var til. En var hann til?

Ég taldi í mig kjark og lét svo bara vaða. Ef maður reynir aldrei nýja hluti breytist aldrei neitt. Ef maður sýnir aldrei frumkvæði gæti maður misst af spennandi upplifum. Svo ég lét bara vaða, sleppti fram af mér beislinu... eða þannig.

Ég teygði mig í rassvasann og dró upp hjálpartæki. Glansandi og kalt stálhjálpartæki. Og án þess að hika eða hugsa mig um beytti ég því fumlaust á herramanninn sem lá þarna. Ég hafði ekki þurft að hafa áhyggjur, hann var svo sannarlega tilbúinn í að bregða á leik.

"Ég þarf að ná betur á milli fótanna...", sagði ég hátt og ákveðin. Ásdís snéri Una á bakið um leið og ég greiddi eins vel og ég gat hrokkin hárin inná lærunum og á milli afturfótanna. Svo snéri Ásdís honum aftur rétt og ég greiddi einu sinni enn yfr bakið, bringuna og undir eyrunum. "Ertu ekki sætur?", spurði Ásdís Una og hann leit á hana eins og hann skyldi hana alveg.

Kattadómarinn og kennarinn höfðu treyst okkur til að snyrta Una, hrokkinhærða cornish rex kettinum sínum, áður en hann fór uppá svið til að keppa um "Best snyrti kötturinn". Við Ásdís tókum starfinu mjög alvarlega og lögðum okkar allar í að nudda feldinn með sérstöku olíunni og greiða honum með töfragreiðunni. Svo sátum við spenntar og nöguðum á okkur neglurnar af spenningi meðan Uni fór og keppti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það mátti nú hæglega misskilja þetta....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Snjóka

og hvenær koma svo úrslitin, vann hann?

Snjóka, 11.10.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Vilma Kristín

Nei, því miður vann litli hrokkinkollur ekki í þetta sinn :( En það er sýning eftir þessa...

Vilma Kristín , 11.10.2008 kl. 21:36

4 identicon

He he he ansi mögnuð lýsing! Ef ég hefði ekki verið á staðnum hefði ég rekið upp stór augu og farið að ímynda mér ýmislegt!! Uni er auðvitað bara flottastur og var glæsilega snyrtur eftir mjúklegar strokur Vilmu :).

Hrund (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:30

5 identicon

Shit ma'r.   Vill til að maður þekkir þig.  Annars hefði maður roðnað :)

Bibba (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband