Ég er ekki í kreppu... enn

Ég er alveg ákveðin í að bloggið mitt verði ekki kreppublogg, ekkert væl um kreppu og þjóðfélag á leið til andskotans. Það eru nógu margir að tjá sig um þau mál þessa dagana, ég hef hvort sem er ekkert gáfulegt til að leggja. Og eiginlega má segja að ég sé komin í svona anti-kreppuskap. Ég er ákveðin í að halda þessu eins langt frá mér eins lengi og ég kemst upp með. Ef allt fer til andskotans er hvort sem er lítið sem ég get gert, ja, nema reyna að halda góða skapinu og detta ekki í þunglyndi. Ég er ekki til mikils gagns í vinnunni eða heima ef ég dett niður í þunglyndið. Bara alls ekki.

Svo fyrsta ákvörðunin var að hætta að hanga á kaffihúsinu í vinnunni og tala stanslaust um kreppu og góna á allt sem henni tengist í sjónvarpinu. Svo þegar eru blaðamannafundir og allir hanga yfir sjónvarpinu er ég bara inni að vinna. Eða trufla yfirmanninn með málum sem mér finnst mikið merkilegri, einhverjum svona verkefnamálum og slíku. Í dag ætlaði ég að fá mér kaffi en þegar ég sá að kaffistofan var full af fólki og kveikt á sjónvarpinu snéri ég bara við... mig langaði hvort sem er ekki svo mikið í kaffi. Svo fæ ég 3 mínútna update frá vinnufélugunum, mjög skilvirt.

Ég kveiki ekki lengur á sjónvarpsfréttum hérna heima. Ég sé ekki tilganginn. Ég vil halda þessu sem lengst frá börnunum mínum sem eiga bara skilið að fá að alast upp áhyggjulaus, laus við stress af því að þjóðfélagið sé að fara til andskotans. Ef allt fer á versta veg komast þau að því nógu snemma. Ef mig langar í fréttir kíki ég í blöðin eða í tölvuna, það nægir mér alveg.

Og ef þetta er allt að ná til mín og er á leiðinni að buga mig nota ég pottþétt ráð til að taka gleði sína að nýju. Jebb, það er lag. Reyndar finnst mér að það ætti að setja neyðarlög á alþingi um að þetta ákveðna lag ætti að vera spilað á öllum útvarpsstöðvum alla vega tvisvar á klukkutíma. Jebb. Þetta er "Daloon" lagið... einstaklega kátt og hamingjusamt lag. Prófið bara að syngja það, Þori að veðja að þið komist í aðeins betra skap. Daloon vorrúllur er líka fluttar inn af vinum mínum í Ölgerðinni sem ákváðu fyrr í vikunni að gera sitt til að vinna á móti þessu öllu með því að lækka vöruverðið sitt, skemmtilegt uppátæki það.

Og nú ætla ég að kíkja á grínmynd, syngja Daloon lagið, klappa köttunum og fara svo að sofa og dreyma eitthvað skemmtilegt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Amen

Einar Indriðason, 10.10.2008 kl. 09:02

2 Smámynd: Rebbý

ohh Vilma, nú er ég enn, sjáðu til ENN og aftur komin með þetta lagbrot á heilann ....

Rebbý, 10.10.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Daloon lagið? Hvernig er það aftur............ Geturðu komið með smá tónadæmi?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 10:50

4 identicon

Það er Daloon dagur í dag ....
Líst vel á þetta plan.  Ætla að reyna við það líka.

Bibba (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:54

5 Smámynd: Vilma Kristín

Það er Daloon dagur í dag,

gríptu eina glóðvolga og gæddu þér á.....

Vilma Kristín , 10.10.2008 kl. 13:18

6 Smámynd: Snjóka

Alveg sé ég og heyri þig og Ragga fyrir mér syngja þetta skelfilega lag hehe  líst mjög vel á þetta plan þitt með að horfa bara á björtu hliðarnar, ekkert annað hefur tilgang

Snjóka, 10.10.2008 kl. 17:57

7 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, já ef einhver er Daloon félagi minn er það Raggi.

Vilma Kristín , 11.10.2008 kl. 09:23

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jáááááááá man það núna ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband