Disconnected

"Hvað ertu búinn að borða marga bananna?", spurði ég með furðu í röddinni, var hann botnlaus? "Ha? Engan!", svaraði alveg jafnfurðulostinn karlmaður af hinum endanum í símanum. Ég hló við og útskýrði fyrir nakta forritaranum sem var í símanum að ég hefði verið að tala við prinsinn, sem var að enda við að gleypa þriðja bananann á 15 mínútum.

Svo snéri ég allri athyglinni að nakta forritaranum sem beið þolinmóður. Við áttum saman ofsalega huggulegt kvöld. Ég kúrði uppí sófa með fæturnar dregna upp og með púða við bakið. Kúrði með besta vini mínum þessa dagana, "makka" litla, og með þann nakta í eyranu í gegnum símann.

Við höfðum samtengt tölvurnar okkar og ég hallaði mér aftur og blaðraði á meðan ég horfði á þann nakta flytja inn einingar, bera saman hluti og allskonar skemmtilegt í gegnum tengingu frá sinni vél til Bretlands. Öðru hvoru reyndi ég að koma að gáfulegum athugasemdum sem sá nakti hrósaði mér fyrir. "Ég vissi að það var ástæða til að hafa þig með...", hvíslaði hann í eyrað á mér og ég roðnaði. Svo hélt hann áfram að forrita og ég hélt áfram að horfa á, yfir mig spennt.

Ég og líffræðingurinn settum okkur háleitt markmið þessa vikuna, eftir að hafa unnið síðustu tvö kvöld til klukkan tíu. Markmiðið var að hætta einn dag í þessari viku fyrir klukkan fimm. Mjög háleitt markmið. Sem við náðum bæði í dag! Hann fór heim klukkan hálffimm og hefur ekki spurst til hans síðan. Ég náði að komast út tíu mínútur í fimm. Það var hins vegar ekkert sem sagði að ég mætti ekki fara að vinna aftur. Og ég notaði því tækifærið þegar mér bauðst þetta frábæra tækifæri á kvöldstund með nakta forritaranum. Einstakt tækifæri fyrir quality moment og í leiðinni náðum við að klára verkefnið sem lá á.

"You have been disconnected" birtist svo skyndilega á skjánum að ég fann hjartað hætta að slá. Þvílík höfnunartilfinning. Disconnected! Really? Hvernig gat hann verið svona kaldur að slökkva bara á mér? Ok, við vorum svo sem búin með verkefnið. Búin að stimpla okkur út. En hann gat samt hafnað mér á aðeins mýkri hátt.

"Nú ertu hætt að sjá mig, er það ekki?", sagði hann sinni karlmannlegu röddu og ég fann að það dró aðeins úr vonbrigðunum. Hann ætlaði þá að kveðja mig... kveðja mig seinna...

Eftir að ég hafði lagt á fór ég að spá. Þetta er eiginlega snilldarlausn til að enda sambönd. "You have been disconnected", myndi pompa upp á tölvunni hjá þeim sem verið er að skilja við. Þú ert bara aftengdur. Ekkert meira til að ná sambandi við. Einfalt og hreinlegt. Enginn grátur, engar beiðnir um einn enn séns, engar hótanir. Bara einföld skilaboð: "You have been disconnected"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

þú vinnusjúka vinkona mín ... taka sér tak og vinna EKKERT um helgina ... hvernig hljóðar það?

Rebbý, 8.10.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Einar Indriðason

Rebbý... geturðu ekki falið makkann undir sófanum?

(Sett svo upp falda myndavél, sem tæki upp þegar endurheimtur á makka færu fram.....)

Einar Indriðason, 9.10.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"You have been disconnected" snilldarsambandsendar! Þú ert hreint út sagt ferlega frábær

Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 06:34

4 identicon

Þetta væri einmitt snilldaraðferð fyrir fólk sem fattar ekki að hætta þýðir að hætta
;)

Bibba (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband