Ótrúlegt ferðalag

Vindurinn kippti í tóma ferðatöskuna sem ég dró á eftir mér. Kippti í og svipti á loft. Það ryktist óþægilega í höndina á mér og snérist uppá í leið. Ég vatt upp á mig og barðist við að ná töskunni aftur á götuna. Eftir smá barning játaði vindurinn sig sigraðann og eftirét mér að labba af stað aftur með töskuna í eftirdragi.

Skyndilega ákvað vindurinn að stríða mér meira. Hann ýtti ákveðið og fast á töskuna, sem tók á sig vindinn og þaut af stað. Hún reyndi að taka fram úr mér en skall í staðinn hrannalega aftan á fótunum á mér og reyndi að ýta mér áfram. Ég stoppaði og ýti til baka, þrjósk á svip. Ég ætlaði ekki að gefa mig. Ég ætlaði að draga þessa tómu ferðatösku, virðulega og þokkafullt, á eftir mér í þessari kvöldgöngu útí rokinu. Jebb, þokkafull með stærðarinnar myndavél um hálsinn og ferðatösku í eftirdragi.

Ég komst skammlaust yfir hálfa götuna við hringtorgið. Þar tókst taskan aftur á loft og ég á eftir. Hún blakti í vindinum og sveiflaði handleggnum á mér upp og niður, til hægri og vinstri. Ég reyndi að setja upp bros og bera höfuðið hátt eins og þetta hefði verið planið allan tíman. Að planið hefði verið að standa á umferðareyju við fjölfarið hringtorg klukkan ellefu að kvöldi til og veifa stórri ferðatösku til allra sem keyrðu fram hjá.

Með þrjóskunni tókst mér að lokum að koma töskunni á jörðina. Ég hélt áfram að brosa og lést ekki sjá furðusvipinn á þeim sem keyrðu framhjá. Svo sat ég færist að trítla af stað aftur yfir götuna með töskubjánann á eftir mér. Mér datt ekki í hug að halda á henni, nei ég ætlaði að draga hana. Það er svo mikið meira cool. Kannski datt fólki sem keyrði fram hjá að ég væri að koma úr spennandi ferðalagi, þið skiljið, vopnuð myndavél og ferðatösku. Að ég hefði verið á framandi slóðum. Að ég væri að koma heim úr langri útlegð. Nú eða þá að ég væri að draga spariféð á eftir mér í ferðatösku, spariféð sem ég hafði bjargað úr bankanum.

Allt var eiginleg meira spennandi en raunveruleg ástæða. Eftir langan vinnudag sem stóð til tíu í kvöld brá ég mér í hlutverk fréttaljósmyndara og skrapp í hús til að taka myndir fyrir tímaritið mitt sem er að koma út næstu helgi. í heimsókninni sótti ég svo ferðatöskuna sem ég hafði lánað heimalingnum og svo var ekkert annað að gera en að labba heim, með myndavélina um hálsinn eins og besti túristi og með tóma óþekka ferðatösku í eftirdragi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Labba heim?  Var þetta það stutt að þú labbaðir?  Annars var byrjunin miklu betri en niðurlagið.... Þú varst farin að líta út sem... já, svolítið ruglaður túristi sem hefur alla sína æfi séð ísland í gegnum einhver rósrauð gleraugu, fannst svo tilboðsferð til íslands, sem laumufarþegi með Eimskipum.... og ert núna að leita að hóteli yfir nóttina.

(Svo þegar niðurlagið kom.... hver væri raunveruleg ástæða fyrir flakkinu um miðja nótt, með ferðatöskuna sveiflandi til og frá, þá svona... þá kom svona hálfgert andvarp hérna, svona... örlítill anti-climax..... skýringin var þá ekki flóknari en svo?)

Einar Indriðason, 7.10.2008 kl. 03:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe svona er þetta raunveruleikinn alltaf eitthvað svo miklu meira döll en allt það sem maður getur ímyndað sér..... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 08:33

3 Smámynd: Vilma Kristín

Já, raunveruleikinn er ekki alltaf jafnspenndandi og það sem maður getur ímyndað sér... en samt er hann yfirleitt nógu spennandi :)

Vilma Kristín , 7.10.2008 kl. 22:08

4 identicon

Hahahaha !   Ég sé þetta alveg fyrir mér.
Ég hef lent í svona svipuðum slagsmálum við reiðhjól :)

Bibba (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband