Hossasí Hossasa

Við sátum þétt saman og hossuðumst upp og niður. Sveifluðumst til og frá. Hoppuðum upp, skullum niður. Skullum saman, rákumst saman og ýttumst í sundur. Mitt í öllum þessum veltingi svaf bleik klædda prinsessan svefni hinna saklausu. Mitt í draumlandinu fylgdi hún hristingnum. Skyndilega hurfu sætin undan okkur og bleik klædda prinsessan tókst á loft og flaug í fallegum boga úr sætinu fram á gang þar sem gítar líffræðingsins tók af henni fallið. Til allar lukku spratt hún upp óslösuð og minnti okkur hin á að nota öryggisbeltin.

Við vorum á leiðinni heim úr velheppnaðri haustferð fyrirtækisins. Við erum búin að þvælast hingað og þanngað um hálendið. Skoða alls konar staði og náttúru undur. Og nú hossuðumst við upp og niður í Fjalla - Fúsa. Við sem höfðum valið að sitja aftast hoppuðum upp og niður, skríktum í verstu hoppunum. Öll skoppin gerðu ferðina bara meira spennandi og við aftursætis fólkið tilbúin að leggja það á okkur að skoppa meira en fólkið frammí.

"Ó, það er kviknað í..", sagði ég og benti á bálið sem logaði fyrir framan mig. Einhvern veginn náði þetta ekki að koma mér úr jafnvægi, en í agalega góðu jafnvægi eftir allan bjórinn og vínið sem ég hafði innbyrt. Sem betur fer var bjargvættur nálægt og slökkti í logandi pokanum. Við vorum reyndar heppin, tvisvar kviknaði í snakkpoka á borðinu. Snakkpokar eru greinilega óskaplega eldfimir og fuðra alveg upp á engri stundu.

Eftir ótrúlega skemmtilegan dag þar sem við veltumst um í rútunni á milli skoðunaferða tók við kvöldvaka ársins. Með söng og tralli, blaðri og alveg heilmiklum hlátri. Að ógleymdum hörkuspennandi leik sem "fambinn" (leikinn af líffræðingnum) stjórnaði. Ég var búin að reyna að koma mér undan því að taka þátt... ég á nefnilega við smá vandamál að stríða. Ég tek bara þátt til að vinna, og á til að gleyma mér pínulítið. "Þau svindla! Þau svindla!", æpti ég á fambann. Sannfærð um að lið 2 væri að svindla, að þau væru að lesa réttu svörin í gegnum blað fambans. Til mikillar lukku vann mitt lið svo "Bikarleikinn" sem nægði til að fá aftur bros á andlitin. Ég fékk svo enn í dag að heyra upprifjanir á því hvað ég er tapsár. Ég vil hinsvegar meina að ég er alls ekki tapsár, alls ekki. Það eru bara alltaf hinir sem svindla. Og ég er bara með svo ríka réttlætiskennd, ég vil bara að þeir réttlátu og saklausu vinni og að svindlararnir fái ekki að komast upp með sín brögð.

Það var samt óendanlega gott að komast heim í dag. Þreyttir ferðalangar sem stigu útúr rútuni og ég get ekki beðið eftir að komast í heitt og gott bað og láta þreytuna smjúga út. Það verður líka gott að sofa... það fór víst eitthvað lítið fyrir svefni síðustu nótt þar sem kvöldvakan varð dálítið fjörugri en til stóð... og heilsan var ekki alveg með besta móti þegar við skriðum um borð í rútuna fyrir allar aldir til að geta tekið skoðunarferðir um hálendið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hljómar eins og góð ferð! Og það er rétt hjá þér - fólk á EKKI að komast upp með svindl

Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Snjóka

humm nei einmitt þú ert ekkert tapsár hehe

Gott að þetta var góð ferð

Snjóka, 28.9.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Rebbý

vona að þú jafnir þig eftir skoppið svo þú getir SETIÐ við vinnu á morgun

Rebbý, 28.9.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, já fattaði ekki hvað afturendinn var aumur fyrr en ég settist á bekkinn þarna áðan. Úfff, þvílík kvöl og pína

Vilma Kristín , 28.9.2008 kl. 23:06

5 identicon

við svindluðum ekkert :) hrikalega góð ferð :)

Sigrún Eir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:20

6 identicon

Þetta var alveg hrikalega gaman

Lindan (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband