25.9.2008 | 23:28
Ég er debugguð
Ég held að kannski ætti ég að fara að kalla mig dr. Vilma. Ég er nefnilega búin að sjá að ég er næstum eins og heimilislæknir. Ég eyði stórum hluta af vinnudeginum í að gera við eitthvað og betrum bæta og að ráðleggja viðskiptavinum hvernig þeir geta bætt heilsu tölvukerfisins. Og þegar koma sérlega erfiðir sjúkdómar þarf ég að "debugga"... þá er maður að grafa sig ofan í málið, jafnvel setja upp logga, gera tilraunir. Já, alveg eins og heimilislæknir.
Í dag fór ég að bila. Smá saman fann ég hvernig ég dofnaði í hálfu andlitinu. Ég prófaði að pota í það til að fá hvort það væri þarna ennþá. Prófaði að klípa í það. Ja, það virtist vera þarna ennþá en ég fann ekki mikið fyrir því. Skyndilega fór það bólgna að mér fannst. Ég spurði líffræðinginn sem var alveg hættur að skilja í öllu þessu poti mínu hvort ég væri orðin bólgin, hann hristi höfuðið og sagði mér að fara til læknis. Ég hló. Einmitt.
Svo leið dagurinn og ég notaði hann aðalega til að kanna þann hluta af andlitinu sem ég virtist ekki þekkja lengur. Það virkaði bólgið, svo var það dofið, svo var það stíft... og ég alltaf að prófa að pota og klípa til að sannfæra mig um að allt væri á sínum stað. Þá byrjaði augað að reyna að stinga af. Og mér hætti að standa á sama.
Ég ákvað að drífa mig til læknisins og um leið og ég kom út varð mér ískalt, eins og ég væri að frjósa á bilaða helmingnum. Alveg merkileg upplifun. Ég trítlaði inná heilsugæsluna mína rétt áður en lokaði og bjargaði alveg degi læknisins. Alveg áhugaverðasta tilfelli dagsins. Hann tók þessu öllu mjög alvarlegra. Hann var örugglega búinn að eyða stórum hluta af vinnudeginum í að gera við eitthvað og betrum bæta og ráðleggja viðskiptavinum sínum hvernig þeir geta bætt heilsu sína. Og nú var komið að því að dubugga. Hann potaði og kleip og togaði í hárið. Niðurstaðan er brenguð taugaskynjun í andlitstaug. Semsagt er andlitstaugin mín orðin biluð og farin að senda allskonar skrítin skilaboð, eins og ofurkulda og doða. Mjög skemmtilegt allt saman. Það geta verið 4 mismunandi ástæður að baki þessu... en hver er sú rétta er erfitt að giska á. Svo læknirinn þarf að debugga. Prófa smá svona og fylgjast með, setja upp logg eiginlega. Ég á svo að mæta aftur í næstu viku (vonandi orðin góð þá) og þá verða næstu rannsóknir ákveðnar (það er að segja ef ég er enn biluð). Ef ég er heppin gengur þetta yfir á næstu dögum en þanngað til get ég átt von á allskonar uppákomum sem áhugasami læknirinn útlistaði.
Ég dreif mig svo með hálfa venjulega andlitið mitt og hinn helminginn sem ég þekki alls ekki lengur og ræð ekkert við í leikhús með Snjóku þar sem við sáum "Fló á skinni". Ég kafnaði næstum úr hlátri og æpti á leikarana (jebb, ég er ekkert skárri í leikhúsi). Í miðri sýningu fór mig að svíða í hálft ennið, jebb.. bilaða tauginn að reyna að gabba mig til að halda ég væri búin að brenna mig. Ferlega skrítið. En það fékk mig samt ekki til að missa athyglinni af sýningunni og öllum hamaganginum þar, ég, andlitið mitt og óþekkti helmingurinn skemmtum okkur öll vel.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
veit hreint út sagt ekki hvað segja skal .... vona að þú náir þér strax
Rebbý, 25.9.2008 kl. 23:34
Ég greinilega hló svo mikið að ég tók bara ekkert eftir því að þér sveið einhvers staðar, snilldarsýning
Snjóka, 25.9.2008 kl. 23:46
Flóin er snilldarsýning, já. Heyrðu.. það er einhver Abba sýning á leiðinni hingað?
Og... vona að það takist nú að debugga þig fljótlega. Gengur eiginlega ekki alveg til lengdar að hafa þig vera að kippast við.
Einar Indriðason, 25.9.2008 kl. 23:47
Ég hef lent í þessu. Það var ... ahemm .. áhugavert !
Bibba (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 07:48
Undarlegt! Vona að þú lagist - strax í dag!
Þið þurfið að fara að æfa kartöfludans í bland við regndansa ;) Eða finnst þér vera komið nóg af vætu?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 08:38
Takk fyrir bataóskirnar, ég hef fulla trú að mér batni fljótt og vel, enda valdi (í laumi) einföldustu ástæðuna fyrir þessu og það er þegar byrjað að vinna að bata miðað við það. Dagurinn í dag er samt enn sem komið er eins og gærdagurinn.
Einar, já! Er þetta ekki spennandi með Abba sýninguna! Kannski get ég og danshópurinn minn komast að sem go-go dansarar! Það væri æðislegt... hvar ætli maður sæki um?
Hrönn, fyrir mitt leiti þá er komið nóg af vætu. Fyrirhuguð ferð uppá hálendið með yfirfullum ám lítur ekki spennandi út akkúrat núna. Ég er líka meira svona fyrir að vera þurr... er ekki þessi blauta týpa :) Svo ætli það verði ekki kartöfludans með þurrkuívafi!
Vilma Kristín , 26.9.2008 kl. 08:48
Blessuð.... pakkar bara létt! Sundbolur og bikini....... :)
Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 10:41
... En veistu hvað það er að "bedugga" kóða?
Það er þegar viðkomandi forritari segir við þann sem prófar eða les yfir: "Ég veit af X mörgum villum í kóðanum, nú þarft þú að finna þær". (Forritarinn hefur (hugsanlega) sett inn 0, 1, 2, eða ... allt að X+y margar villur í kóðann viljandi).)
Svo er séð hvað prófarinn finnur margar. Merkilegt nokk... þá getur prófarinn fundið villur sem forritarinn setti ekki inn.... (Og, þar með lagfært villur áður en þær finnast :-)
Einar Indriðason, 26.9.2008 kl. 11:20
Jæja... hvernig er andlitið?
Einar Indriðason, 28.9.2008 kl. 19:22
Hey, íslenska fjallaloftið og allur kuldin gerði mér gott! Ég vaknaði í morgun og þekkti báða helminga af andlitinu... þvílíkir fagnaðarfundir!!!
Vilma Kristín , 28.9.2008 kl. 21:16
Frábært!! Það er svo gott þegar maður þekkir sjálfa sig
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.