23.9.2008 | 22:15
Þú getur komist í þitt besta form
Handrukkarinn stendur og starir stíft á fölan miðaldra mann, sem stendur hnýpinn á miðju gólfi. Föli miðaldra maðurinn reynir að rétta úr sér og draga inn bumbuna í þeirri von að handrukkarinn skipti um skoðun. Hann sér æðarnar tútna út á hálsi handrukkarans, það veit ekki á gott. Það veit aldrei á gott. Dauðhræddur um að gera í buxurnar stynur hann upp afsökunarorðum. Hann muni reyna sitt besta til að uppfylla alla vonir handrukkarans.
Handrukkarinn hnykklar vöðvana og setur í brýrnar, sleppir ekki augunum af miðaldra manninum með bumbuna. Hægt og yfirvegar lyftir handrukkarinn hægri hönd og potar ákveðin í bringu miðaldra mannsins og segir ógnandi: "Ég veit hvar þú átt heim góðurinn!". Miðaldra maðurinn kyngir munnvatni og finnur kaldan svita spretta út á bakinu, hann er í vandræðum. Meiri vandræðum en nokkru sinni áður og hann veit það. Handrukkarinn heldur áfram að pota í bringuna á honum og heldur áfram: "Ég veit hvar þú átt heim og ef þú gerir ekki 20 armbeygjur í viðbót áttu ekki von á góðu!" Miðaldra maðurinn hættir að reyna að afsaka sig, hann vill ekki fá þennan mann heim til fjölskyldunnar. Nei, til að verja fjölskylduna kemur hann sér í stellingar á gólfinu og byrjar að gera armbeygjur undir talningu handrukkarans.
Þetta er viðskiptahugmynd sem ég ætla að kynna líkamsræktarstöðvunum á næstu vikum. Ég held nefnilega svona í ljósi umræða í þjóðfélaginu síðustu daga um handrukkara og störf þeirra að það séu mestu mistök að nýta ekki störf þeirra í líkamsræktarstöðvunum, í staðinn fyrir að reka þá í burtu (og nú er ég sko ekki að segja að einn eða neinn sé handrukkari, þetta er bara hugmynd sem skaut upp kollinum í dag). Viðskiptahugmyndin er því svona "Boot camp extreme" - undirtitillinn í auglýsingunni gæti verið: "skelfist í form".
Þetta er svona pottþétt leið til að koma sér í frábært form á stuttum tíma! Þú mætir á stöðina og færð úthlutað þínum ekta handrukkara. Hann ber svo ábyrgð á því að koma þér í form á fjórum vikum. Hann vakir yfir þér, hótar þér þegar þú ert að gefast upp. Að leggja eigin líf og limi undur er frábær hvatning.
"Guðmundur! Þrjátíu magaæfingar í viðbót eða ég kveiki í bílnum þínum!", hvæsir handrukkarinn að föla miðaldra manninum sem án þess að mótmæla kastar sér í gólfið og hefst við að gera magaæfingar af miklum móð. Til að reyna að kaupa sér góðvild gerir hann fimm aukalega, bara til að reyna að komast í mjúkinn. Handrukkarinn er aldrei ánægður: "Og nú skaltu hlaupa 10 kílómetra. Ef þú stoppar klippi ég rófuna af hundinum þínum..." og föli miðaldra maðurinn hleypur af stað og vonar að hann hrynji ekki niður á leiðinni svo Snati fái að halda rófunni.
Viti menn, fjórum vikum seinna kveður handrukkarinn miðaldra manninn sem er hvorki fölur né með bumbu lengur. Nei, kominn í besta form ævi sinnar - rakinn áfram af stanslausum ótta, búinn að fara í sprautubrúnku og strípur... og kominn á lyf út af of háum blóðþrýstingi :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Minn eigin einka handrukkari!! Það gerist nú varla betra
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 22:18
"Kalli ákvað að taka sig á, fór að litast um hvað væri í boði og sá loksins 'Jackson kúrinn'. Kalli ákveður að prófa.... mætir á svæðið og skráir sig. Honum er vísað í herbergi og sagt að fara úr fötunum. Eftir skamma stund kemur þessi líka svakalega ljóshærða skutla inn og segir við Kalla: 'Hæ. Ég er einkaþjálfarinn þinn í dag. Ég ætla úr öllum fötunum, og svo hleyp ég af stað. Þú eltir. Ef þú nærð mér, þá máttu gera hvað sem þú vilt.' Kalli var meir en til í það..... hleypur af stað... og eftir klukkutímann... þá var Kalli búinn að hlaupa af sér 2 kíló.... Lauk þá þeim tíma. Kalli mætir í næsta tíma, og þar mætir þessi svakalega rauðhærða skutla... sama saga... Kalli nær að hlaupa af sér 3 kíló. Þriðji tíminn... svakaleg dökkhærð skutla og sjá.. Kalli hleypur af sér 4 kílo. Kalli er nú að verða léttur og sáttur og hugsar með sér, að NÚNA skuli honum takast að ná skutlunni. Kalli mætir í næsta tíma. Þar stígur inn stóreflis svertingjarumur, örugglega hátt á 3. metrann á hæð, örugglega um það bil 200 kíló, massaður í tætlur og tanaður í hel, og segir: 'Ég er Jackson. Ef ég næ þér... þá má ég gera hvað sem mér sýnist við þig! Og af stað með þig!' Í þeim tíma missti Kalli 12 kíló......"
Einar Indriðason, 23.9.2008 kl. 22:48
hahaha já núna er ég að fatta það sem mér var sagt að spyrja þig út í dag
Snilldar viðskiptahugmynd, hvenær ætlarðu að kynna hana fyrir þeim í WC?
Snjóka, 24.9.2008 kl. 00:00
já Vilma, það vantar ekki viðskiptahugmyndirnar þessa mánuðina .... farðu að halda þessu fyrir þig og koma í framkvæmd svo þú græðir meira en glott frá okkur hinum sem njótum þess að lesa um þær
mæli með því að þú sendir á mig einn svona "handrukkara" ekki veitti af svo ég nýti kortið mitt betur
Rebbý, 24.9.2008 kl. 08:31
Spurning um að koma bara á fundi í dag niðrí WC, nokkuð viss um að þau "kaupa" þetta alveg. Vandamálið með mig er náttúrulega að ég verð seint talinn góð í viðskiptum, ég vorkenni alltaf fólki sem ætlar að kaupa eitthvað af mér svo ég enda oft bara með að gefa vöruna eða lækka. Nú er ég hætt að svekkja mig á þessu og leyfi ykkur bara frekar að njóta hugmyndanna sem virðast bara streyma fram þessa dagana.
Vilma Kristín , 24.9.2008 kl. 08:43
Ertu að fara í samkeppni við mig um "Gróðabrall #X" ?
Einar Indriðason, 24.9.2008 kl. 09:37
Ég held að það sé alveg nóg pláss á markaðnum fyrir okkur bæði, Einar :) Kannski ættum við að stofna hlutafélag og koma hugmyndum okkar saman á framfæri og græða enn meira?
Vilma Kristín , 24.9.2008 kl. 11:10
Ah, já... stofna svona hugmyndatank? Þar sem alls konar góðar hugmyndir eru búnar til?
Já, ég held það gæti alveg verið ... Hugmynd!
Einar Indriðason, 24.9.2008 kl. 11:30
Þetta er besta viðskiptahugmynd sem ég hef nokkurntíma heyrt um. Þú ert alger snillingur, Vilma.
Bibba (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.