22.9.2008 | 23:06
Ég hef áhuga á meltingu
Í dag héldum við, ég og nakti forritarinn, óvæntan símafund. Ég kom mér vel fyrir inní fundarherbergi og hallaði mér aftur á meðan við rausuðum um ýmis mikilvæg málefni á meðan við biðum eftir að líffræðingurinn birtist á svæðinu, nakti forritarinn þurfti að eiga við hann orð. "Hann er örugglega að borða, þá verður hann ekki lengi. Hann trúir nefnilega ekki á að melta matinn í munninum", sagði ég og hélt svo áfram: "Ég held að maður eigi bara að opna munninn og ýta matnum niður" "Já, sko... hann hefur menntunina til að hafa skoðun á þessu. Ekki við", svaraði nakti forritarinn.
Þarna höfðum við dottið niður á spennandi umræðuefni. Meltingarumræður. Ég greip á lofti þessa athugasemd. Já, auðvitað. Hvað þykjumst við vita? Þarna er líffræðingurinn eiginlega svona atvinnumaður í meltingu. Svona akademískur meltandi. Við hin erum bara amatörar - áhugameltendur. Við getum svo sem eins og allir svona áhugamenn almennt haldið eitthvað, reynt að mynda okkur skoðanir en svona í endan þá eru það atvinnumennirnir og sérfræðingarnir sem raunverulega geta sagt til um hvernig hlutirnir eiga að vera.
Og þá kemur það sér nú aldeilis vel fyrir svona áhugameltara að hafa aðgang að sérmenntuðum atvinnumeltara sem getur dreift til okkar gullmolum og vitneskju á meðan við sitjum við fætur hans og hlustum af einlægni. Or not... Held reyndar að við séum alls ekki góðir nemendur. Við viljum alltaf maulast með matinn heillengi uppí munninum, smjatta á honum og treina bragðið... alveg óháð því hvernig það fer með blessaða meltinguna.
Við áhugameltendurnir ræddum málin um stund áður en alvara lífsins tók aftur við og við förum að ræða .net connector vs. com connector, handtölvur, klasa, föll, system köll og ég veit ekki hvað.... og nú vorum við aftur orðnir atvinnumenn en ekki amatörar. Atvinnuforritararnir, ég og nakti forritarinn, hættum að tala um málefni sem við skiljum ekki og héldum áfram þar sem frá var horfið í tölvutalinu. Stundum er gott að vera atvinnumaður og fá að segja hvernig hlutirnir eiga að vera :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hahaha þið eruð bara snillingar, sé hvað maður getur rætt við líffræðinginn næst þegar maður hittir hann
Snjóka, 22.9.2008 kl. 23:24
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 22.9.2008 kl. 23:47
Ég verð nú að segja að ég á oft erfitt með að slíta mig frá því að hlusta á líffræðinginn segja frá undraheimum líffræðinnar. Þvílíkur heimur sem hann á, strákurinn.
Bibba (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 08:40
Vona að þú gerir þér grein fyrir því hvað þú ert heppin að hafa atvinnumeltingarmann á þínum snærum
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 21:15
Já, það er oft erfitt að slíta sér frá ævintýrum líffræðinnar - enda held ég að áhugi starfsmanna fyrirtækisins á líffræði hafi stórlega aukist og ég er svo heppin að fá svona sögur á hverjum degi, stundum oft á dag. Og ég geri mér sko fullkomlega grein fyrir því hvað ég er óskaplega heppin að hafa atvinnumeltara til að fylgjast með að ég geri þetta nú allt rétt, allt annað líf :)
Vilma Kristín , 24.9.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.