21.9.2008 | 23:34
Söngfuglinn
"Mamma! Mamma, viltu syngja mama mia lagið?", spyr ljóhærði prinsinn og hallar undir flatt. Það er ekki hægt að neita þegar svona falleg blá augu stara biðjandi á mann. Svo ég hóf upp raustina, söng eins vel og ég gat lagið sem ég hef gaulað síðustu vikur. Prinsinn leit ekki af mér og fylgdist grant með. Ég er mjög meðvituð um það að ég er laglaus en vonaði að ég væri að standast kröfurnar.
Þegar ég lauk söngnum brosti prinsinn út að eyrum, klappaði saman höngunum og sagði: "Mamma! Þú ættir að fara í sjónvarpið!"
Prinsinn minn hefur klárlega ofurtrú á mér. Ég er mamman sem getur allt og kann allt. Hann hefur fylgst nokkuð vel með auglýsingum í sjónvarpi uppá síðkastið. Og þar hafa gengið auglýsingar fyrir nýja þáttinn "Singing bee" og í einni af þeim eru keppendur að reyna sig á "Mama mia" laginu. Og nú er prinsinn sannfærður um að ég sé akkúrat rétta manneskjan í sjónvarpið. Engin önnur er eins góð í að syngja þetta blessaða lag.
Ég sver það barnið er algjörlega "tone deaf". Annað hvort það eða hann er bara svona viss um að mamma sé best. Ég sjálf er mjög meðvituð um það að ég er laglaus þó mér finnist óskaplega gaman að syngja og nota hvert tækifæri til þess. Þið vitið, sturtuna, bílinn, uppvaskið, IKEA (góður hljómburður), vinnuna, snjómokstur (sem ég fæ ekki nóg af)... bara hvar sem mér dettur í hug. En ég er nógu mikið í tengslum við raunuveruleikann til að detta ekki í hug að fara í sjónvarpið og gaula fyrir framan alþjóð. Nei... held ekki... jafnvel þó prinsinn sæti á fremsta bekk og klappaði!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Mig rétt rámar nú samt í bloggfærslu þar prinsinn kom með mjög kurteisilega en hreinskilna athugasemd sem var á þá leið að honum finndist skemmtilegra að hlusta á útvarpið í bílnum þegar umrædd móðir væri ekki að syngja með. Nú er mamman greinilega búin að æfa sig og getur bara slökkt á útvarpinu og tekið sönginn að sér :)
Bibba (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:55
Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 17:59
Ah.... Ég er með skýringu á því afhverju þú átt það til að syngja í Ikea....
Þú veist hvernig leðurblökur rata um? Þær senda hljóðmerki, og hlusta eftir endurkastinu. Þú ert semsagt að nota hljóð til að hjálpa þér að rata um í Ikea!
Einar Indriðason, 22.9.2008 kl. 22:14
He, he, góð tilgáta Einar! Sérstaklega þar sem ég er nú ekki þekkt fyrir það að rata vel í IKEA!
Bibba, já.. .annað hvort er ég farin að syngja betur eða barnið að heyra verr...
Vilma Kristín , 22.9.2008 kl. 22:29
hefur aldrei sungið fyrir mig - eða jú ..... the only way is up baby
Rebbý, 22.9.2008 kl. 22:35
Rebbý, ég fæ illt í magann er þú segist elska mig... ég fæ óbragð í munninn bara af því að horfa á þig!
Ástin sigrar! Og við syngjum saman :)
Vilma Kristín , 22.9.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.