20.9.2008 | 22:53
Fleiri en færri
Mín hin magnaða nálgaðist búrið með varúð. Hún hnusaði með fyrirlitningu af svarta kettinum sem rak hausinn út úr búrinu. Það þurfti nú ekki meira en smá sniff af svarta kettinum til að Mía gæti metið aðstæður. Hún setti upp kæruleysislega svipinn og kinkaði kolli, eins og hún vildi segja: "Ó, hæ! Ert þetta þú? Bara komin heim?". Svo snéri Mía hin magnaða við og trítlaði í burtu, nennti greinilega ekki að spá meira í þessu.
Svarti kötturinn kannaði heimilið og lagði sig svo á mottuna inní stofu, eins og hún hefði aldrei búið annars staðar. Kettirnir mínir skiptu sér ekkert af svarta kettinum heldur héldu bara áfram sínum vanalegu störfum, sem felast aðalega í því að þvælast fyrir mér.
Dagurinn í dag var dagurinn sem fjölskyldan okkar stækkaði. Ég og prinsinn drifum okkur útí gæludýrabúðina okkar og stilltum okkur upp við fiskabúrin. Prinsinn tók sér góðan tíma í að velja akkúrat réttu fiskana, einn strák og tvær stelpur. Við erum enn að ákveða nöfn. En þeir sóma sér vel í fiskabúrinu sem er inná baði.
Seinnipartinn flutti svo Dimmalimm aftur heim, ja, tímabundið. Á meðan mamma hennar endurbyggir húsið sitt ætlar Dimmalimm, sem er dóttir Þulu og því fædd á heimilinu okkar, að búa hjá okkur. Bara í svona tíu mánuði kannski. Og heimkoman var mun auðveldari en nokkur þorði að vona. Hún virðist bara passa beint í hópinn okkar, við sem áttum von á einhverjum erjum svona til að byrja með. Mikið eru þetta nú annars vel upp aldir og góðir kettir sem ég á.
Þannig að nú telur fjölskyldan: Einn fullorðinn, einn ungling, eitt barn, 4 fiska, 1 dísargauk, 2 gára, 1 húskött og 4 norska skógarketti. Ofan á þetta má bæta tengdasyninum, heimalingnum og einstaka flækingum. Aldeilis ljómandi fín fjölskylda finnst mér.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
og enn kem ég með kattarofnæmið í heimsókn og enn viltu ekki ættleiða Alfreð
sýnir bara Vilma mín hvað þú ert frábær að ég leggi þetta á mig
Rebbý, 21.9.2008 kl. 16:00
:) Já, það hlýtur að vera eitthvað skemmtilegt á heimilinu þegar fólk með kattaofnæmi kemur ítrekað í heimsókn! Varðandi Alfreð, það væri ekkert mál að ættleiða hann ef ég væri ekki viss um kettirnir borði hann!
Vilma Kristín , 21.9.2008 kl. 16:12
Það er ljóst að eitthvað er í að sækjast heima hjá þér! Ég held ég viti hvað.........
Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 22:49
GULRÆTUR!
Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 23:02
heheheh einmitt það sem mér datt í hug!
Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 23:04
Þið eruð fyndin!
Vilma Kristín , 21.9.2008 kl. 23:06
:-)
Þetta er stærðar fjölskylda sem þú ert með í kringum þig, og fín, sýnist mér.
Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 23:09
He, he, akkurat fjölskylda eins og mér finnst best, mátulega blönduð, hávær, passlega skrítin og fjölbreytt. Það er allavega alltaf stuð á heimilinu!
Vilma Kristín , 21.9.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.