Too late

Ég hljóp um búðina í æðisgengnu kapphlaupi. Ýtti á undan mér risastórri innkaupakerrunni. Kerran og háu hælarnir gerðu mig stjórhættulegu og óskaði þess heitt að innkaupakerrur hefðu flautur. Þá hefði ég allavega getað varað aðra gesti verslunarinnar við að ég væri að koma.

Ég æddi áfram á ljóshraða. Tætti úr hillunum það sem ég hélt að ég þyrfti á að halda. Og bætti svo einhverjum slatta við, bara tl að vera örugg. Um leið og kerran var orðin full þaut ég að kassanum og ruddist fram hjá nokkrum eldri konum. Ég var á hraðferð. Stappaði niður fótunum óþolinmóð á meðan nýliðinn á kassanum renndi vörunum í gegn. Reif innkaupapoka af höldunni og henti vörunum óþægilega harkalega ofan í pokana. Einn, tveir, þrír. Flott allt búið. Borga og hlaupa út.

Fyrir utan beið prinsinn minn á hjólinu sínu, hafði brunað uppí búð að hitta mömmu eftir langan dag. Ég kastaði á hann kveðju og fékk hann til að fylgja mér að bílnum. Pokunum kastað inn og brunað heim. Of sein! Of sein! Of sein! Kastaði frá mér pokunum fyrir utan heima og skipaði tengdasyninum að sækja þá... sem hann og gerði blessaður. Á meðan stakk ég mér inná baðherbergið og sinnti baðherbergismálum. Ég þakkað mínum sæla fyrir að ég hafði allavega komið heim áður en matargestirnir bönkuðu uppá.

Ég hafði boðið Rebbý og Snjóku í "stelpukvöldmat" klukkan hálfátta. En var ég komin heim í tíma? Var ég með matinn tilbúin? Var ég búin að taka til? Nei, ég hékk í vinnunni niðursokkin í verkefni með líffræðingnum. Klukkan fimm tókum við ákvörðun um að vera góð við okkur og fara snemma heim, föstudagur og þá á maður allt það besta skilið. En svo gerðum við aðeins meira og aðeins meira og áður en við vissum af vorum við orðin ein eftir á hæðinni, lokuð inní fundarherbergi í rannsóknarvinnu. "Shit! Ég er með matarboð eftir innan við hálftíma og ég á eftir að versla matinn!", stundi ég þegar ég fattaði hvað tímanum leið. Við pökkuðum saman á mettíma og ég keyrði eins hratt og ég þorði uppí búð.

Stelpurnar voru sem betur alveg afslappaðar yfir þessu. Sátu bara og horfðu á mig elda, skáru niður gulrætur ( þær sem þær átu ekki ). Einhvern vegin tókst mér að skella matnum saman og koma honum á borðið klukkutíma of seint. Endaði í ágætist afslöppunarkvöldi með góðum mat (þó ég segi sjálf frá) sjónvarpsglápi og smá spjalli inná milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Við Snjóka erum nú líka þessar rólegu týpur ... æsum okkur ekki yfir klukkutíma seinkun.   
Snilldar matur eins og ávalt hjá þér, skemmtilegt spjall, góðar gulrætur (forrétturinn) fínt nammi (eftirrétturinn)   en voðalega skrítið hvað það var mikið af svindli í sjónvarpinu
Takk fyrir allt "Top Secretið" - fór í vinnuna og kláraði málið þó næturverðirnir hafi orðið smá hissa á þessu brölti mínu

Rebbý, 20.9.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Snjóka

snilldargóður matur, frábær félagsskapur og hvað skiptir þá máli þó maður þurfi að bíða smá eftir matnum enda fengum við ljómandi fínar gulrætur til að narta í

Snjóka, 20.9.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmm hvenær verður mér boðið í gulrætur...............?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Vilma Kristín

já, takk stelpur fyrir að vera mun afslappaðri týpur en ég... það er svo ágætt að hafa fólk í kringum sig sem jafnar mann út. Skiljið þið?

Hrönn, heyrðu það er aldrei að vita. En bara svo þú vitir - ég gæti verið of sein með matinn :)

Vilma Kristín , 20.9.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Einar Indriðason

Já, og ég... hvenær fæ ég gulrætur?

Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 01:38

6 Smámynd: Vilma Kristín

Ja, það er nú það. Any time? Hvernig hljómar það? Gulræturnar hjá mér eru einstaklega gómsætar svo það er ekki skrítið að allir vilja bita ;)

Vilma Kristín , 21.9.2008 kl. 10:24

7 Smámynd: Einar Indriðason

Eða gulrófurnar, maður.... Nýjar, ferkskar, hráar gulrófur, beint úr garðinum hjá nágr.... Ehum... Eitt af því besta sem er hægt að fá, glænýjar gulrófur!

:-)

Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband