Ég í handjárnum?

Ég er ein af þessu fólki sem lifir á internetinu. Nota tölvupóst óspart. Hangi á msn að spjalla við vini og kunningja. Blogga að sjálfsögðu. Og svo það nýjasta, að vera sýnilegur á fésbókinni. Svo þarna skapar maður sér nafn og sýnir persónuleikann. Flestir vina minna eru þarna líka og allt þetta hjálpar manni að vera í sambandi. Ég meira að segja gróf upp æskuvinkonu mína sem ég hef ekki séð í ein 20 ár.

Á fésbókinni er ýmislegt til að stytta manni stundir. Allskonar leikir. Spjallsvæði. Allskonar próf og kannanir sem hægt er að taka. Reglulega fæ ég senda niðurstöður í könnum sem vinir mínir svara, könnun sem sýnir styrkleika og veikleika mína. Síðustu vikur hefur sami styrkleikinn trónað á toppnum. Og sami veikleikinn vermt botninn. Og þetta er mér svolítil ráðgáta. Sko ég sjálf hefði raðað þessu öðruvísi.

Allavega, það sem vinir mínir hafa oftast valið mig í umfram aðra er: "best to be stuck in handcuffs with". Í alvörunni? Umfram alla aðra vilja einhverjir vera fastir við mig í handjárnum. Hmmmm... og hvað svo? Og er ég virkilega ekki betri í neinu öðru? Og hvað segir þetta mér um hvað fólk hugsar um mig? Er þetta svona bara saklaust að sitja hlið við hlið í handjárnum eða liggur eitthvað meira og meira kinkí á bak við þetta? Ég bara spyr.

Og þetta verður enn skrítnara þegar ég horfi á hvað ég er verst í eða það sem vinir mínir hafa valið neðst á minn lista en það er: "best to hang out with for a day". Hmmm... svo þið viljið ekki hanga með mér heilan dag en þið viljið vera föst við mig með handjárnum? Ég skil þetta bara alls ekki... og þeim mun meira sem ég reyni að skilja þetta þeim mun óskiljanlegra er það. Hvernig getur þetta staðist?

Ég mun halda áfram að fylgjast spennt með og sjá hvort niðurstaðan breytist eitthvað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Ummm...... No comment :-)

Einar Indriðason, 19.9.2008 kl. 00:02

2 identicon

Þessi könnun hefur alveg farið fram hjá mér.   Hef ekki þorað að taka þátt í svona könnun síðan þetta skemmtilega kerfi tók upp á því að tilkynna öllum vinum mínum að ég væri trúlega lesbísk !

Bibba (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Snjóka

Ég lofa að ég hef aldrei kosið á fésbókinni að ég vilji vera föst með þér í handjárnum

Snjóka, 19.9.2008 kl. 09:17

4 Smámynd: Rebbý

ohh hélt að þetta handjárnaæði hjá þér væri eitthvað kinkí - ekkert spennó að gerast kona?

Rebbý, 21.9.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband