17.9.2008 | 19:28
Frábær uppskrift!
Það verður bara að viðurkennast að ég er ekkert sérlega sleipur bakari. Svona þegar koma barnaafmæli neyðist ég til að spreyta mig. Hræra eitthvað saman og klessa á einhverju kremi. Reyna að skreyta svo afurðin til að draga athyglina frá því hvernig kakan lítur út. Oftast er þetta nú ætt hjá mér en bara alls ekki mikið fyrir augað og líkist yfirleitt alls ekki myndunum í matreiðslubókunum. Stundum er kökurnar skakkar, oftar þó mjög flatar og alltof þunnar.
Þetta legg ég á mig fyrir börnin mín sem vilja endilega halda uppá afmælin sín. Mér finnst ég færa miklar fórnir að baka kannski 2 til 3 sortir. Yfirleitt reyni ég samt að komast upp með að bjóða uppá brauðrétti, ost og kex, tilbúnar ostakökur eða smurðar samlokur. Allt annað en tertur.
Nú er ég hinsvegar komin í hnút. Það er komið að atburði sem ég kvíði alltaf jafnmikið. Já, það er komið að mér að mæta með tertu á afmælihlaðborðið í vinnunni á föstudaginn. Og nú þarf ég að baka. Ég er búin að engjast yfir þessu alla vikuna, alveg síðan ég fékk tilkynninguna í pósti. Shit. Baka. Fyrir vinnuna. Þau munu bara benda á kökuna mína og hlægja. Og hvað á ég að baka? Reyna við marens? Svampbotn? Nei of flókið.
En þá kom vinur minn mér til bjargar og ég get svo sannarlega sagt að líffræðingurinn er vinu í raun sem vill hag minn sem mestann. Hann vill ekki að vinkona hans þurfi að mæta með klestan marens eða ónýta skúffuköku. Nei, hann reddar málunum með því að kenna mér að "baka" sérstaka köku sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Ég ákvað að leyfa uppskriftinni að fljóta hér með (er þó ekki viss um að ég fari rétt með heitið enda breytti hún nokkrum sinnum um heiti)
JellyMarmóRitsKókó
Rits kex (þetta orginal - engar eftirlíkingar)
Kók (það má nota diet kók en það freyðir meira og erfiðara í vinnslu)
Appelsínumarmelaði (gróft og með berki)
Kókósmjöl
Matarlím
Nóa Kropp til skreytinga
Aðferð:
Takið djúpa ofnskúffu og setið á borð. Sturtið slatta af Ritskexi í botninn og myljið það í frekar litla bita. Best að gera þetta ákveðið svo hávaði myndist. Yfir þetta á að hella kóki og láta það blandast vel við kexið þannig að þetta myndi þéttan massa.
Stráið jafnri umferð af kókósmjöli yfir kex/kók massann. Hellið því næst slatta af marmelaði yfir og dreifið úr því. Marmelaðið á að mynd álíka þykkt lag og er í botninum.
Myljið Ritskex í skál og blanið kóki samanvið til að útbúa eins massa og er í botninum. Dreifið úr þessu ofan á marmelaðið. Bleytið upp matarlím og hellið út í kók til að búa til gel. Gelblöndunni helt ofan á efra lagið af kex/kók massanum. Þegar gelið er alveg að storkna setjið þá einstaka Nóa kropps kúlu ofan á til skrauts, varist að nota of mikið.
Þetta þarf ekki að baka, heldur skella bara í ísskápinn og bera fram þegar er orðið stíft.
Er þetta ekki girnileg uppskrift? Ég fæ allavega vatn í munninn og stefni á að bjóða vinnufélugunum uppá þetta, líffræðingnum til heiðurs.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
oh my - þakka guði fyrir að vera ekki að vinna með ykkur enda langt frá því að vera almennilegur bakari sjálf - ekki síður þakka ég fyrir að fá ekki kökur frá ykkur tveim
Rebbý, 17.9.2008 kl. 20:17
ert lystakokkur þó - flott matur sem ég neyddi þig til að elda handa mér í gær
Rebbý, 17.9.2008 kl. 20:18
Þú gætir líka notað svipaða taktík og ég gerði þegar svona kökudagar voru hjá mér, og það var minn dagur að koma með kökuna. Ég einfaldlega fór út í bakarí, og KEYPTI (hneyksli!) köku eða tvær. Ef einhver kom með komment um að þetta væru keyptar kökur, þá sagði ég til baka: "Þú ert að borða hana, er það ekki? Auk þess... þá keypti ég hana og hélt á henni alla leið hingað, með MÍNUM EIGIN höndum!" Það dugði yfirleitt til að róa liðið. Sérstaklega þegar liðinu var bent á, jú, að það væri að borða kökuna......
Einar Indriðason, 17.9.2008 kl. 20:43
jæks!! Ertu viss um að líffræðingnum þyki vænt um þig? Ég mundi kaupa svampbotn og marengs og setja rjóma á milli með jarðarberjum sem ég hefði að sjálfsögðu keypt líka
Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 23:06
Athyglisvert. Hlakka til að smakka.
Spurning við hverskonar bökunarslys varð þessi uppskrift til ?
Bibba (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:12
Guð minn góður, hverjum datt þetta í hug!!! Þetta hljómar hryllilega vægast sagt!! Hóaðu bara í mig fyrir næsta barnafmæli, ég baka mjög góðar og flottar kökur og hef gaman að því :). Ég fæ alltof sjaldan tækifæri til að baka.
Hrund (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:54
Er þokkalega sammála Hrund, líst ekkert á þessa uppskrfit og held að það sé bara best að við tvær tökum að okkur næsta barnaafmæli
Snjóka, 18.9.2008 kl. 20:24
Æ, óheppna ég... ritnefndarfundurinn dróst á langinn og ég bara náði ekki að prófa uppskriftina. Æ, æ... :) Svo því miður fær enginn að smakka, sorrý Bibba og Rebbý - þú ert sloppin við að þurfa að smakka... Svo, Einar, ég verð að fara að þínum ráðum og kaupa köku
Hrund og Snjóka! Þið eruð ráðnar í næsta barnaafmæli!
Hrönn - ég er alveg sannfærð um að líffræðingur sé alltaf að hugsa um minn hag - en samt... þegar ég spái í það þá finnst honum voða gaman að hafa mig að fífli...hmmmm....
Vilma Kristín , 18.9.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.