Hvað er svo glatt...

"Æ, langt síðan við höfum sést...", sagði eyjapeyinn og rétt mér höndina fyrst og knúsaði mig svo. Ég knúsaði hann til baka. Við erum bundin sérstökum böndum eftir að hafa gengið saman í gegnum sérstakt verkefni. Síðan þá erum við félagar sem hittast alltof sjaldan.

Svo settist ég hjá nakta forritaranum og spjallaði, sló á létta strengi og grínaðist. Blaðraði aðeins við Elínu. Jebb, það voru eiginlega svona endurfundir í vinnunni í dag. Alltaf gaman þegar allir í deildinni minni koma saman, við erum nefnilega staðsett á fjórum stöðum og á öllum stöðunum á ég vini sem ég sakna daglega... og þó ég sé dugleg að heyra í þeim í síma er það bara ekki það sama.

Annars eru svona dagar líka þreytandi. Við sátum á vinnufundum allan daginn og eftir það er maður hálf dofinn. Á morgun er svo ráðstefna fyrir hádegi sem ég þarf að taka þátt í og það þýðir að vikan er næstum hálfnuð og ég ekkert farin að vinna! Það er ekkert almennileg vinna að sitja á fundum og ráðstefnum. Nei, vikan verður hálfnuð og ég ekkert farin að forrita. Og svo sem ekki útlit fyrir mikla forritun þessa vikuna. Neibb, mín bíður áætlanagerð, greiningar og prófanir... ég held að ég sé smátt og smátt að umturnast úr forritara í ráðgjafa. Það er kannski ekkert svo slæmt sko... ég verð þá bara "lítill og sætur ráðgjafi"... það er að segja ef hinir ráðgjafarnir eru búnir að fyrirgefa mér og vilja taka við mér í hópinn :)

Eftir vinnu tóku svo við karate æfingar hjá leiðum litlum prinsi. Lífið hefur ekki alveg leikið við hann síðustu daga. Fyrst var hlaupahjólinu hans stolið þó hann hafi passað það voða vel og dregið það með sér inná stigagang þegar hann fór í heimsókn. Svo fékk hann heilahristing. Og í dag náðu einhverjir óþekktarangar í síman hans og skemmdu hann þannig að það er ekki hægt að gera við hann, skiluðu símanum svo á sinn stað án allra takka. Ósköp leiður lítill prins reyndi samt að brosa í karate tímanum og fylgast spenntur með... við héldum svo áfram heima þar sem karate snillingurinn ég reyni að fara yfir allar grunnhreyfingar og laga það sem uppá vantar - gaman hjá okkur. Enduðum daginn á að horfa saman á So you think you can dance og dáðumst að hæfileikunum. Prinsinn spurði út í hvað hinir ýmsu dansstílar hétu og ég held að hann vilji fara að læra.

Nú ætla ég að fara að sofa.. það er að segja þegar ég er búin að skrifa eins og eina grein fyrir blaðið mitt sem kemur út eftir mánuð og liggur mikið á að klára! Jebb, skrifa fyrst, sofa svo... ná helst svona 9 tíma svefni svo ég verði fersk á ráðstefnunni og geti brosað framan í alla...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég á hlaupahjól niðri í kjallara sem enginn notar! Hann má fá það - ef hann vill

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Einar Indriðason

Leitt að heyra með símann.  Hmm... ég á ekki hlaupahjól niðrí kjallara.

En... gott að heyra að hann er að ná sér eftir heilahristinginn um daginn.  Ef hann er ennþá súr á svipinn á morgun, þegar hann vaknar, segðu honum að þú þurfir að setja broskróka á hann... gáðu hvort það hressi hann.

Einar Indriðason, 15.9.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Rebbý

æj - skelfileg vika hjá honum þessari elsku .... hann hefur heldur ekki verið sá hressasti eftir heilahristinginn
en í léttari sálma þá hélt ég eitt augnablik að þú hefðir haldið fram hjá Rúnu og fengið þér hvítan Subaru á síðustu dögum því í morgun sá ég bíl með einkanúmerinu BBB  ....  fannst það passa þér svo vel

Rebbý, 16.9.2008 kl. 08:47

4 identicon

Vá hvað Leó er orðinn stór.   Orðinn stoltur eigandi að síma sem hægt er að stela.   Aldrinum fylgja öðruvísi vandamál.
Það væri nú gaman ef hann fengi áhuga á dansi.   Hann væri örugglega góður dansari !

Bibba (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:53

5 Smámynd: Vilma Kristín

Takk Hrönn, þú ert perla! Ég verð í sambandi :)

já, prinsinn er svo sannarlega orðinn stór og með ný og spennandi vandamál! Eða þannig... Hann hefur sem betur fer tekið gleði sína á ný, enda ekki mikið sem heldur þessum dreng niðri... ég er alveg farin að þekkja barnið aftur.

Rebbý... BBB - það er totally bílnúmer fyrir mig ;)

Vilma Kristín , 16.9.2008 kl. 19:11

6 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... BBB?

Einar Indriðason, 16.9.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Vilma Kristín

BBB er leynislagorðið mitt sem líffræðingurinn vinur minn fann upp fyrir mig.  Segjum að í þessu slagorði felist ákveðin hvatning til að endurtaka ekki nýleg mistök...  :)

Vilma Kristín , 17.9.2008 kl. 08:21

8 Smámynd: Einar Indriðason

Nú jæja þá :)

Ef ég sé bíl með einkanúmerið BBB .... þá gæti það verið þú, semsagt? 

Einar Indriðason, 17.9.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband