14.9.2008 | 23:02
Ökukennsla ala ég
"Við hreyfumst ekki úr stað! Við hreyfumst ekki úr stað!", staðhæfði Rebbý og starði ofan í mælaborðið. Við vorum þó óneitanlega á ferð - bara ekki á blússandi siglingu. Rebbý fiktaði við hnappana og skipti um umræðuefni: "Við erum að eyða 8 á hundraðið! Nei, við erum að eyða 12 á hundraðið! Nei, við erum að eyða ..."
"Passaðu þig á bílunum...", sagði ég og nagaði á mér neðri vörina taugaróstyrk. Bílstjórinn Rebbý kinkaði kolli en mér fannst ekki slíta augunum af mælaborðinu. Nú ýtti hún aftur á hnappinn og tilkynnti mér hvert hitastigið var. Ýtti aftur og nú vissum við hvað klukkan var.
Við vorum í snemmbúnum sunnudagsbíltúr á laugardegi. Brunuðum úr austubænum vestur í bæ. Öðru hvoru sagði Rebbý mér hvert hitastigið var. Þegar við keyrðum framhjá BSÍ tilkynnti hún um hitalækkun og virtist vera komin með áráttu fyrir að snúa litlum hnappi í mælaborðinu. "Hvað ertu að gera?", spurði ég forvitin og fékk alla söguna.
Nýji fíni bíllinn hafði farið í þvott og bón. Þegar hann fór í þvottinn sýndi lítill gluggi í mælaborðinu klukkuna. En þegar hann kom úr þvotti sýndi sami gluggi hitastigið úti. Og þó það geti verið áhugaverðar upplýsingar saknaði Rebbý klukkunar og var því að snúa þessum litla hnapp, með engum árangri, til að reyna að finna klukkuna sína aftur.
Ég var ekki lengi að koma til bjargar. Ég dró handbókina uppúr út hanskahólfinu og fór að blaða í henni. Þarna hlyti að standa eitthvað skemmtilegt. "Hmm... hvernig á að kveikja og slökkva á vélinni.... það kanntu...", sagði ég íhugandi á meðan ég blaðaði í bæklingnum. "Hvernig á að keyra.... Do it your self", hélt ég áfram að blaðra og blaða. Heimasætan kafnaði næstum aftur í út hlátri. "Mamma, stendur það í alvörunni. How to drive - do it your self?", sagði hún og tísti í henni. Ég hló líka og útskýrði að þetta væru heiti á köflum... tveir ólíkir kaflar. Do it yourself kaflinn kennir manni t.d. að skipta um dekk. Mjög gagnlegt.
Aha! Þarna var það sem ég var að leita að... ég gjóaði augunum yfir að stýrinu og að stönginni til að setja rúðuþurrkurnar á og af og þarna var það sem ég var að leita að. Tveir hnappar. Annar til að endursetja og hinn til að breyta um birtingu í glugganum. Ég gaf Rebbý skyndinámskeið í hnöppunum og við tók ævintýraleg tilraunastarfsemi. Það er semsagt hægt að sjá allan andskotann í þessum litla glugga. Svo sem hver er meðalhraði, meðaleyðsla, eyðasla núna, hvað er búið að keyra mikið og hvað er búið að keyra lengi. Allt þetta þurfti Rebbý að prófa... aftur og aftur... með mig sitjandi náfölu og bílhrædda við hliðina á henni. Að lokum stillti hún á klukkuna og viðurkenndi að hitt væri bara allt saman of spennandi til að skoða það á keyrslu. Mér létti og við drifum okkur í þrívíddarbíó með prinsinum... þvílíkt stuð.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Eins og áður... þá held ég því fram að það sé bráðnauðsynlegt fyrir ykkur að hafa videovél með ykkur, þegar svona kemur upp á. Miðað við frásögnina þá er þetta bara besta skemmtun, að fylgjast með ykkur svona.
(Veit Rebby að það er hægt að skoða "mæli 1" og "mæli 2"? Og "mælir 1" mælir það sem er í gangi núna, og síðustu 3 tímana, amk, meðan "mælir 2" mælir síðan þú núllstillir síðast?)
Hmm... þrívíddarbíó... Það er annað hvort Mamma mía? Eða.. Ferðin til Snæfellsjökuls. Hvernig var?
Einar Indriðason, 15.9.2008 kl. 08:15
Ferðin til Snæfellsjökuls :) og hún var skemmtilegri en ég átti von á en þetta er auðvitað algjör ævintýramynd, hún var valin með prinsinn í huga þegar við ákváðum að fara í bíó 2 mínútum áður en myndin byrjaði.
Ég var reyndar að fara í fyrsta skipti á þrívíddarmynd og skemmti mér konunglega og þá eiginlega bara yfir því að myndin var alltaf að koma til mín.. veit ekki um alla í kringum mig þegar ég var alltaf að hrökkva við og öskra....
Vilma Kristín , 15.9.2008 kl. 08:38
Já Einar, það er alltaf upplifun að vera nálægt okkur Vilmu saman - alltaf eitthvað skemmtilegt sem gerist
3D bíó með Vilmu er eitthvað sem allir þurfa að upplifa (eins og bara bíó almennt með henni) það er enginn sem lifir sig eins inn í myndir og hún og þegar helv... pöddurnar komu upp í mann þá stökk hún alveg upp úr sætinu og öskraði hærra en nokkur krakkinn sem í nágrenni var.
Takk fyrir bíltúrinn og bíóið og kvöldmatinn og spjallið og hláturinn og facebookið og bloggið og ljónadansáhorfið um helgina
Rebbý, 15.9.2008 kl. 10:15
Hvað, afhverju hringduð þið ekki í Skoda eiganda nr. 1. Margoft búin að skipta á milli klukku, það sem er afgangs í bensíntanki og svo framvegis
Snjóka, 15.9.2008 kl. 20:54
ohh Snjóka, auðvitað átti ég að hafa bara samband við þig ... man það næst
Rebbý, 15.9.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.