13.9.2008 | 21:16
Fiskadansinn frægi! Learn all about it!
Fyrir nokkrum árum var vinkonuhópur sem fór nokkuð reglulega útá lífið. Allar einhleypar, frjálsar og engum háðar. Við vorum ekkert að fara útá lífið til að finna okkur menn, nei - bara meira svona til að sletta úr klaufunum og skemmta okkur saman. Ótrúlega flottar og ótrúlega skemmtilegar, fannst okkur. En okkur vantaði tilgang. Og þá eitt kvöldið fundum við tvær, ég og Magga Bidda, upp þokkafullan dans sem við gáfum nafnið "Fiskadansinn". Og um leið vorum við komnar með tilgang. Já, við ætluðum að gera dansinn að næsta æði.. þið vitið svona eins og fugladansinn eða macarena... eitthvað í þá átt.
Og við æfðum og æfðum undir vökulum augum hinna vinkvenna okkar. Stundum fengum við þær til að æfa með okkur en yfirleitt snérumst við tvær um okkur sjálfar með þær í sófanum. Þegar við höfðum æft okkur nóg tók við stig tvö. Það er að dreifa fagnaðarerindinu. Fá alla aðra til að dansa með okkur. Kynna dansinn. Og við ættum á dansstaði bæjarins og kvöld eftir kvöld dönsuðum við "Fiskadansinn". Hringsnérumst. Gerðum sundtökin. Gerðum sporðinn. Umfram allt gleymdum ekki að gera munnhreyfinguna líka. Ótrúlega þokkafullar.
Stundum náðum við að vekja athygli. Fólk sló hring um okkur og jafnvel klappaði. Við héldum að það væri því fólki fannst dansinn svo flottur. En það var sama hversu oft við fórum út að dansa og hversu mörgum klukkutímum við eyddum í að sýna dansinn - aldrei, aldrei, reyndi neinn að dansa hann með okkur. Ja, nema vinkonur okkur þegar þær aumkuðu sig yfir okkur.
Við erum svo sem næstum búnar að sætta okkur við að dansinn muni aldrei slá í gegn, þó það sé ótrúlegt - því hann er bæði einfaldur og skemmtilegur - svo við tölum nú ekki um hvað hann er flottur. En við drögum hann enn uppá hátíðarstundum, eins og á einstaka dansiballi og svo er hann ómissandi í partýjum. Vinir okkar eiga jafnvel til að biðja okkur um að sýna hann á meðan þeir sitja í sófanum og klappa og hlægja.
En svo fórum við Magga Bidda saman í bíó. Á dansmynd. Step up 2 eða eitthvað álíka. Við komum út með stjörnur í augunum og nú vissum við hvað við vildum gera við fiskadansinn. Við höfðum aldrei slegið í gegn því við vorum bara 2 að dansa hann. Nei, nú skyldi stofnaður danshópur sem myndi æfa fiskadansinn og sýna hann á mikilvægum skemmtunum eins og kattasýningum (jebb, við setjum markið hátt). Yfir okkur spenntar héldum við heim á leið þar sem við vorum fram á nótt að skipuleggja hvernig hópatriðið kæmi út. Nú var bara að finna tækifæri! Við hringdum í fólk og létum það vita... þvílíkur heiður að vera boðið að vera í dansflokknum okkar!
Svo kom tækifærið. Í apríl héldum við "hrútapartý" - þó þar væru ljónin í aðalhlutverkum eins og venjulega. Og nú sáum við tækifærið sem við höfðum beðið eftir. Meiri hlutinn af danshópnum mættur og við Magga staðráðnar í að halda æfingu. Flestir afþökkuðu, báru fyrir sig meiðsli, eða vildu fá kennslu fyrst. Við fengum þó þrjár hugrakkar vinkonur til að stilla sér upp og dansa með okkur (mikið held ég að þær sjái eftir því núna). En æfingin tókst nokkuð vel og stefnt er á frekari æfingar áður en við komum opinberlega fram.
Og nú, kæru vinir, gefst ykkur einstakt tækifæri til að sjá þennan frábæra og þokkafulla dans því minn heitelskaði og dásamlegi stóri bróðir ákvað að setja smá myndbrot á internetið (takk fyrir það!) og er hægt að sjá það á youtupe: http://www.youtube.com/watch?v=mqKX3Z4JsqY
Ég minni samt á að þetta var bara fyrsta æfing hjá flestum þarna og bið um leið að afsaka léleg gæði - kvartanir skal senda á hann Sævar bróður minn, myndatökumann með meiru.
Góða skemmtun, hægt er að panta okkur sem atriði með því að skilja eftir komment...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Heyrðu, þetta er snilld! Ég held að meira segja ég gæti lært þetta!
(Ég var farinn að sjá fyrir mér (af því að þú sagðir ... "meira segja munnhreyfinguna") ... lítinn gullfisk í svona kringlóttri kúlu, með kastala á botninum... syndandi um, með munnhreyfinguna... og hugsandi... "kastali?" ... syndir annan hring... og aftur.. "hmm... hvað er þetta?" ... annar hringur og ... "ætli þetta sé listaverk?" .... annar hringur og "skrítin bygging" ... annar hringur og ... "hvað ætli þetta sé?" ... og svo fram vegis...
En... ég var greinilega ekki að sjá réttan fiskidans fyrir mér!
Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 21:33
Jiiii!!!! Ég er með í næsta dans! Ekki spurning...... Skil ekki af hverju hann hefur ekki slegið í gegn!!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 21:42
http://www.youtube.com/watch?v=i9SSOWORzw4
Jóhann H., 13.9.2008 kl. 21:43
Nei, við skiljum heldur ekki af hverju þetta er ekki "hit" hjá okkur.
En sko, svo ég útskýri betur, munnhreyfingin sést ekki nógu vel á myndbandinu - enda eru stelpurnar t.d. að flissa eitthvað.
Munnhreyfingin skal vera þannig að maður setur stút á varirnar og svo opnar maður aðeins og lokar munninum á víxl - svona eins og fiskur að anda... mjög cool!
Vilma Kristín , 13.9.2008 kl. 21:45
.. anda fiskar? Æ, allavega opnar og lokar munninum með stút... svona eins og fiskarnir mínir gera (ég held reyndar alltaf að þeir séu að biðja um mat og enda svo með að fjöldadrápi vegna ofáts). Allavega... fiskar gera svona eitthvað með munninum
Vilma Kristín , 13.9.2008 kl. 21:53
úff ég hélt að þú hefðir ætlað að fara hægt og hljótt með þetta
sé að mér vantar örlítið meiri æfingu þarna(bæði í dansinum og bara svona almennt hehe) og vona að við förum í stífar æfingar mjög fljótlega eftir 2 nóv 
Snjóka, 13.9.2008 kl. 22:03
Hægt og hljótt? Já, það var planið framan af degi... en svo ákvað ég að snúa vörn í sókn og neita að vera undir hælnum á fólki sem gæti hugsað sér að nota þetta fína myndband til að kúga okkur :) Ekki það að neinn hafi hótað því beint sko...
Stífar æfingar í nóvember - ekkert mál!
Vilma Kristín , 13.9.2008 kl. 22:10
heita það ekki raðmorð?
Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 22:18
Ég er ennþá að hugsa um gullfiskinn í kúlunni.....
Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 22:29
.....eða voru það raðfullnægingar? ....... Æj ég verð alltaf svo ringluð í svona röðum....
Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 23:57
Þetta var alla veganna ekki biðröð! Röðin hreyfðist, sko.
Einar Indriðason, 14.9.2008 kl. 00:15
Ég verð bara að segja að nú hefur endanlega verið gert út um orðstír minn sem KYNÆSANDI KYNTRÖLL
Aftur horfist ég í augu við kaldann raunverleika og hef komist að því að ég verð sennilega aldrei frægur dansari !!! Þetta minnti mig einna helst á alla lúðana í idol þáttum söng eða dans sem vilja meika það án hæfileika
Svo vil ég taka það fram að ég er ekki alltaf svona hokin og kengboginn !!! Bara stundum :) :)
spjalldrottningin (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 13:16
Hey hvar var ég!!! Af hverju var mér ekki boðið að vera með!!
Hrund (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:30
Uhhh, Hrund... Maðurinn þinn er klárlega staddur þarna :) svo góð spurning, hvar varst þú og af hverju varstu ekki með?
Vilma Kristín , 14.9.2008 kl. 22:43
ohh ég var farin í bæinn að skoða strákana þegar þetta myndband varð til og þakka pent fyrir áhuga minn á þeim þessa klukkutímana síðan Sævars sýndi okkur þetta á laugardaginn.
er maður dottin úr hópnum ef maður er ekki á myndbrotinu? man að ég lofaði einhvern tíman að kenna ykkur að hrista á ykkur rassinn svo kannski held ég mínum stað í hópnum fyrir þær sakir
Rebbý, 15.9.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.