12.9.2008 | 21:44
I'm old. Really!
"Hættu! Hættu!", æptu heimasætan og heimalingurinn í takt og héldu fyrir eyrun. Ég stóð í miðri stofunni og leit undrandi í kringum mig. Hvað voru þær að meina? "Lækkaðu! Lækkaðu!", skræktu þær og héldu áfram fyrir eyrun. Hmmm... hvað var í gangi? Sjónvarpið var stillt á lægsta svo varla var það að æra þær. Ég yppti öxlum og skrifaði þetta á unglingaveiki.
"Gamli, hættu!", hvæsti heimasætan á kærastann. "Hvað er í gangi?", spurði ég og horfði á þau tómleg á svip. "Ha? Heyrirðu þetta ekki?", spurði heimalingurinn. "Heyri hvað?", spurði ég. "Þetta!", svaraði Gamli og benti á tölvuna sína. Ég hristi hausinn. "Heyrirðu þeta virkilega ekki?", spurði heimasætan með vantrú. Ég hló og sagði þeim að hætta að fíflast í mér... það kæmi enginn hávaði úr tölvunni. Ég léti nú ekki gabba mig svona.
Eftir nokkrar rannsóknir og umræður fór ég þó að trúa þeim. Þau virtust alveg heyra í hvert sinn sem hljóðskráin var spiluð. Prinsinn virtist heyra ærandi hávaðann. Það var bara ég sem ekkert heyrði. Það var bara ég sem þoldi við. Jebb, það er opinbert - ég er orðin gömul! Svo nú geta unglingarnir spilað hátíðnihljóðin sín og notað hátíðnitóna sem hringingar í símunum og ég verð ekki vör við neitt. Merkiegt alveg.
Af heilahristings prinsinum er allt gott að frétta. Hann fær að fara aftur í skóla á mánudaginn svo framarlega sem hann lendir ekki í neinu þanngað til. Mamman verður líka örugglega orðin jafngóð og venjulega eftir fullt af svefni. Jebb, frá og með núna lýsi ég yfir að lífið er orðið eðlilegt á nýjan leik.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Merkilegt hvað maður jafnar sig fljótt ef maður fær að sofa svolítið.......
Gott að allt er bakk tú normal!
Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 22:04
En sko ... (já, gott að prinsinn er að ná sér) ... Nú ertu semsagt komin með vopn á krakkana, ef þau haga sér ekki.
Þú einfaldlega spilar hátíðni hljóðskrá!
Einar Indriðason, 12.9.2008 kl. 22:17
gott að allt er í rétta átt
Snjóka, 12.9.2008 kl. 22:45
gott að hann er hressastur - fín leið líka til að ná athygli unglinganna
Rebbý, 13.9.2008 kl. 00:35
Mynd... Vilma út á svölum. Öskrar sig hása: MAAAAAATTTUUUUUUUURRRRR!!!!!!! KRAKKKKKKAARRRRRR KOMIÐ STRAX INN........ MATUR!!!!!!! ÉG SPILA HÁTÍÐNILAGIÐ EF ÞIÐ KOMIÐ EKKI HEIM UUUUUUUUUUUUUUNNNNDDIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIRRRRR EEEEIIIINNSSSSSS!!!!
*whoosh* Skyndilega allir mættir. Sestir. Penir og prúðir. Búnir að þvo sér um hendur, og meira segja... greiða sér.
Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 09:37
:)
Vilma Kristín , 13.9.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.