I'm old. Really!

"Hættu! Hættu!", æptu heimasætan og heimalingurinn í takt og héldu fyrir eyrun. Ég stóð í miðri stofunni og leit undrandi í kringum mig. Hvað voru þær að meina? "Lækkaðu! Lækkaðu!", skræktu þær og héldu áfram fyrir eyrun. Hmmm... hvað var í gangi? Sjónvarpið var stillt á lægsta svo varla var það að æra þær. Ég yppti öxlum og skrifaði þetta á unglingaveiki.

"Gamli, hættu!", hvæsti heimasætan á kærastann. "Hvað er í gangi?", spurði ég og horfði á þau tómleg á svip. "Ha? Heyrirðu þetta ekki?", spurði heimalingurinn. "Heyri hvað?", spurði ég. "Þetta!", svaraði Gamli og benti á tölvuna sína. Ég hristi hausinn. "Heyrirðu þeta virkilega ekki?", spurði heimasætan með vantrú. Ég hló og sagði þeim að hætta að fíflast í mér... það kæmi enginn hávaði úr tölvunni. Ég léti nú ekki gabba mig svona.

Eftir nokkrar rannsóknir og umræður fór ég þó að trúa þeim. Þau virtust alveg heyra í hvert sinn sem hljóðskráin var spiluð. Prinsinn virtist heyra ærandi hávaðann. Það var bara ég sem ekkert heyrði. Það var bara ég sem þoldi við. Jebb, það er opinbert - ég er orðin gömul! Svo nú geta unglingarnir spilað hátíðnihljóðin sín og notað hátíðnitóna sem hringingar í símunum og ég verð ekki vör við neitt. Merkiegt alveg.

Af heilahristings prinsinum er allt gott að frétta. Hann fær að fara aftur í skóla á mánudaginn svo framarlega sem hann lendir ekki í neinu þanngað til. Mamman verður líka örugglega orðin jafngóð og venjulega eftir fullt af svefni. Jebb, frá og með núna lýsi ég yfir að lífið er orðið eðlilegt á nýjan leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Merkilegt hvað maður jafnar sig fljótt ef maður fær að sofa svolítið....... Gott að allt er bakk tú normal!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Einar Indriðason

En sko ... (já, gott að prinsinn er að ná sér) ... Nú ertu semsagt komin með vopn á krakkana, ef þau haga sér ekki.

Þú einfaldlega spilar hátíðni hljóðskrá!

Einar Indriðason, 12.9.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Snjóka

gott að allt er í rétta átt

Snjóka, 12.9.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Rebbý

gott að hann er hressastur  -  fín leið líka til að ná athygli unglinganna

Rebbý, 13.9.2008 kl. 00:35

5 Smámynd: Einar Indriðason

Mynd... Vilma út á svölum.  Öskrar sig hása:  MAAAAAATTTUUUUUUUURRRRR!!!!!!!    KRAKKKKKKAARRRRRR KOMIÐ STRAX INN........ MATUR!!!!!!!  ÉG SPILA HÁTÍÐNILAGIÐ EF ÞIÐ KOMIÐ EKKI HEIM UUUUUUUUUUUUUUNNNNDDIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIRRRRR EEEEIIIINNSSSSSS!!!!

*whoosh*  Skyndilega allir mættir.  Sestir.  Penir og prúðir.  Búnir að þvo sér um hendur, og meira segja... greiða sér.

Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 09:37

6 Smámynd: Vilma Kristín

:)

Vilma Kristín , 13.9.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband