11.9.2008 | 22:08
Heilahristingur og að hrista heilann
Nóttin var skelfileg. Sjaldan hefur mér fundist ég vera eins ein í heiminum síðustu nótt. Þar sem ég lá eins nálægt honum og ég gat, þorði ekki að sofa, og hlustaði eftir andardrætti prinsins. Öðru hvoru hrökk ég upp við að mér fannst ég ekki heyra neitt, ég lagði höndina á hann til að finna hreyfinguna, finna andardráttinn. Það var ekkert auðvelt að vera ein með alla ábyrgðina. Þarna svaf prinsinn mjög fast og ég átti erfitt með að fá hann til að svara spurningum reglulega. Og ég hafði engan til að ráðfæra mig við. Átti ég að halda áfram að fylgjast með honum heima? Átti ég að fara með hann niður á spítala?
Ég lagðist við hliðina á honum, stillti klukkuna að vekja mig eftir tæpan klukkutíma og hallaði augunum. Ég hrökk upp tuttugu mínútum seinna við að prinsinn var byrjaður að kasta upp aftur, yfir sængina, rúmið, mig. Enn hálfsofandi stökk ég fram úr rúminu og dró ælandi krakkann á eftir mér. Lagði hann frá mér í forstofuna. Flutningurinn kallaði á meiri uppköst. Ég bar hann í stofusófann og hélt á fötunni í hinni hendinni. Lagði hann í sófann og rétt náði að koma fötunni undir prinsin áður en næsta lota hófst. Og svo var sofnaður um leið. Ég stóð hinsvegar að detta niður úr þreytu með það verkefni að taka af rúminu, þvo þvott, skúra svefnherbergið og skúra forstofuna. Og nú var ég fyrst með áhyggjur og óörugg. Þá kom starfsfólk slysavarðstofunnar og læknavaktarinnar til bjargar. Sérstaklega læknavaktinn þar sem þau reyndust óþreytandi að tala við mig, ráðleggja og spá hvað væri best að gera.
Einhvern vegin komst ég í gegnum nóttina. Prinsinn vaknaði sjálfur klukkan átta, og hefur vakað síðan þá. Hann er búinn að liggja fyrir allan daginn eins og drusla og njóta þess að láta mömmu snúast um sig og þjóna sér. Það var ekki fyrr en núna í kvöld að hann fór að líkjast sjálfum sér. Þreytta mamman er hinsvegar að detta niður núna, eftir að hafa verið í þjónustuhlutverkinu allan daginn, skrapp hún í vinnuna og náði næstum fullum vinnudegi hristandi heilann, til að koma heim að taka þátt í öllu lífinu heima...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Hann er þá greinilega að hressast. Sem er gott. Núna þarft þú (ok... gefum honum... 2 daga enn?), að fá hann og stelpuna, til að vaka og þjónusta þig til baka......
Hmm..... nei, annars... þú þarft að slaka á... spurning hvort þú náir að taka auka frídag í vinnunni til að slaka á?
En gott að heyra að hann er að hressast.
Einar Indriðason, 11.9.2008 kl. 22:24
Úff!! Erfið nótt heyri ég!
Gott að hún er búin og prinsinn að hressast!! Svo bara pakkar þú honum í bómull og geymir hann í súrefniskassa þar til hann er orðinn 25 ára og einhver önnur er tekin til við að annast hann
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 22:28
hefði komið og setið með þér hefði ég ekki verið með stjúpuna mína
reyndi þó eftir fremsta megni að fylgjast með símanum og lesa sms-ið rétt
þarft vonandi ekki að vaka aðra svona nótt - en ég verð þá hér
Rebbý, 11.9.2008 kl. 23:21
Já, hann er svo sannarlega að hressast og nú er ég farin að þekkja barnið aftur.
Hrönn, Brilliand hugmynd með bómullina og súrefniskassann, hugsa að ég framkvæmi hana - ég hef ekki taugar í að vera strákamamma.
Einar, vildi að ég gæti fengið frídag í vinnunni - en helgin verður notuð í að gera ekkert nema hvíla sig.
Rebbý, takk, takk :)
Annars var hring í mig áðan, einhver frístundafulltrúi útí bæ sem bað um að fá prinsinn lánaðann til að sýna sirkuslistir á laugardaginn. Einmitt! Ég ætti bara eftir að láta hann fara að sýna sirkuslistir með tilheyrandi príli og kollhnísum. Nei, nei, á laugardaginn verðum við að máta súrefniskassa...
Vilma Kristín , 11.9.2008 kl. 23:35
Þú ert nú ekki venjuleg. Flestir taka bara frí vegna veikinda barna. Ætli þú eigir þann dag ekki bara inni ennþá ?
Bibba (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 08:05
Gott að prinsinn er að hressast og svo er spurning hvort maður eigi að hafa áhyggjur af þér í staðinn
Þú manst svo að ég er alltaf bara eitt símtal í burtu og mjög góð í að vaka með fólki á nóttunni 
Snjóka, 12.9.2008 kl. 08:37
Ég hringi næst þegar eitthvað kemur uppá Snjóka, trúðu mér, ég held ég hafi lært í þetta skiptið.
Vilma Kristín , 12.9.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.