8.9.2008 | 21:17
Ég, Rachel Ray og Bruce Lee
"Ég vil vera Rachel Ray!", tilkynnti ég þegar kom að kvöldmatnum og lýsti rétti sem ég hafði séð í þættinum hjá þeirri brussubínu, ég hafði reyndar ekkert náð uppskriftinni en mér fannst það bara aukaatriði. Rétturinn hafði litið svo girnilega út að nú gat ég ekki hætt að hugsa um hann. "Ætlaður að elda rétt sem þú sást í sjónvarpinu en kannt ekki uppskriftina af?", spurði heimasætan með hneykslun í röddinni: "Hvað... heldurðu í alvörunni að þú sért frægur sjónvarpskokkur?". Ég þurfti hinsvegar ekkert að sannfæra tengdasoninn, nei, nei. Gamli stökk á fætur og stillti sér upp við hliðina á mér og til samans náðum við að pússla saman matnum.
"Meira að þessu?", spurði ég drenginn sem leit ofan í fatið hjá mér og hristi svo höfuðið. Hann teygði sig uppí hillu og valdi nokkra kryddstauka. "Hvað með þessa samsetningu?", spurði hann mig til baka og ég kinkaði kolli. Eftir að hafa komið þesu öllu saman horfuðum við augnablik á afraksturinn áður en við stungum honum inní ofn. Heimasætan og heimalingurinn horfðu á okkur með furðu. "Ohh... þið eruð svo feit...", hvæsti heimasætan þegar hún stóð okkur að því að ræða hvað við ætluðum að setja næst í réttinn, hvað gæti verið gaman að prófa. Ég hló við þegar drengurinn fór að útskýra að við værum bara fólk sem vissi hvað það vildi.
Svo trítlaði ég inní stofun og naut þess að hafa húsið fullt af skrafandi og skríkjandi unglingum. Heimilið svo fullt af lífi, allir að tala í einu, hlátur, hróp, símar að hringja, fólk að syngja, sjónvarp, lærdómur, æfingar og ég veit ekki hvað. Eiginlega langaði mig bara að geyma augnablikið en það var enginn tími. Nýji rétturinn okkar tilbúinn í ofninum og hann sló alveg í gegni. "Ha! Hver þarf Rachel Ray þegar hann hefur okkur?", spurði ég og benti á heimasætunni sem lá ofan í disknum sínum.
Með hvarfi unglinganna útí myrkrið tóku við æfingar hjá okkur prinsinum. Ég var reyndar ekki alveg klædd fyrir þetta sprikl en ég ætlaði ekkert að láta það stoppa mig. Ég hafði nefnilega ákveðið að abba eftir kennaranum og vera skvísa í dag svo ég fór í létt og flæðandi pils, háa hæla og trítlaði af stað í vinnuna. Komst reyndar fljótt að því að þetta var ekki rétta veðrið fyrir létt pils. En ég lét það ekki stoppa mig. Og nú stóð ég stofugólfinu með prinsinum mínum og æfði samviskusamlega spörk og kýlingar. Drengurinn að koma af fyrstu karate æfingunni sinni, uppveðraður af þessu öllu saman. Og mamman ákvað að draga fram gömlu karatetaktana og aðstoða drenginn við að ná grunnspörkunum og kýlingunum. Svona er maður rosalega hæfileikaríkur, eldar mat eins og bestu sjónvarpskokkarnir og tekur svo karatespörk á eftir eins og Bruce Lee. Þvílíkur kvennkostur sem ég er!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
þú ert sannarlega mikill kvenkostur Vilma mín
Snjóka, 8.9.2008 kl. 21:36
já - snillingur ertu - en hvernig stendur á því eftir rúmlega 20 ára vinskap að ég hafi aldrei heyrt talað um karatekunnáttuna? pant fá sýnikennslu næst þegar ég kíki yfir ...
Rebbý, 8.9.2008 kl. 23:51
Rebbý, nú er komið að þér að mæta með myndavélina!
Hmm... sem minnir mig á ... átti ekki að berast myndband af Rebbý vera að leita að gemsanum sínum í sófanum?
Einar Indriðason, 9.9.2008 kl. 08:04
He, he, ég lauma sko á ýmsum hæfileikum og duldri kunnáttu, Rebbý. Alveg fullt sem ég þykist kunna og geta...
Já, Einar, sko... þetta með myndirnar af Rebbý. Þær verða að bíða betra tækifæris, hún nefnilega sveik mig um að koma og endurtaka leikinn. En næst þegar hún kíkir við mun ég rífa af henni símann og týna honum í sófanum og grípa svo myndavélina....
Vilma Kristín , 9.9.2008 kl. 09:24
Já ég segi það. Racel Ray hvað. Vilma er miklu betri, að ég tali nú ekki um hvað mér finnst hún miklu skemmtilegri!
Bibba (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.