Knowing my fate is to be with you

Við stukkum á fætur og dilluðum okkur, freestyle, í takt við tónlistina. Klappandi og syngjandi eins hátt og við gátum. Ég leit á kennarann sem var mér á hægri hönd, hún í taktföstum dansi af mikilli tilfinningu. Ég leit á Snjóku sem var mér á vinstri hönd og hún ljómaði og söng af innlifun. Ég klappaði og klappaði og söng og söng...

"Honey, honey, how he thrills me aha honey, honey".

Núna er ég þegjandi hás sem er svosem allt í lagi, ég þarf ekkert að syngja meira í kvöld og ekki tala meira í síma eða eitthvað svoleiðis. Við vorum að koma af frábærri upplifun, sing along sýning á Mamma Mia. Ég og Snjóka vorum báðar að fara í þriðja skipti á myndina en í fyrsta skipti á sing along. Við gátum falið það undur því yfirskini að við værum að fylgja kennaranum sem hafði enn ekki séð myndina. Svona erum við góðar vinkonur.

Það var ekki séns að heyra vel í leikurunum, áhorfendur tóku svo sannarlega þátt og slepptu sér. Að standa í troðfullum stóra salnum í háskólabíó, allir hlæjandi, hrópandi, klappandi, syngjandi, dansandi og enginn að dæma mann... vá! Og við stukkum bara inní stemminguna. Það var ekki séns að sitja kyrr í sætinu, bara engan veginn.

"I'm still free, take a change on me..." um leið og fyrstu tónarnir byrjuðu að hljóma spratt ég aftur upp, uppáhalds abba lagið mitt og við túlkuðum það á okkar einlæga hátt með okkar eigin rödd. Hverjum er ekki sama þó maður haldi ekki lagi?

Smá könnun hér í endann, hver getur sagt mér úr hvaða abba lagi titillinn er fenginn að láni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh ekki hugmynd úr hvaða lagi þetta er enda svosem engin bilaður Abba aðdáandi eins og heyra má þar sem ég td er bara búin að sjá myndina 2svar 

Rebbý, 7.9.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Snjóka

Þetta var algjör snilld og þvílíkt góður endapunktur á annars frábærri helgi   hvað er langt í að við finnum enn aðra "virgin" til að hafa ástæðu til að fara aftur????  

Er þetta svo ekki Waterloo..... eða er ég að bulla?

Snjóka, 7.9.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... þurfið þið afsökun til að fara?  Ég meina... aðra afsökun heldur en ... "mig langar" ?

Meina... er ekki bara málið að drífa sig ef ykkur langar? :-)

Einar Indriðason, 7.9.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Vilma Kristín

Við getum auglýst hér og nú eftir "mamma mia virgin" sem vill koma í okkar fylgd!

Vilma Kristín , 7.9.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Einar Indriðason

Hérna, sko.... uuu.... verðið þið mjög sjokkeraðar ef ég játa það hér og nú að ég er ekki búinn að sjá Mama mía?

Einar Indriðason, 7.9.2008 kl. 23:38

6 identicon

Þetta var bara æðislegt!!!! Ég vil aftur, meira meira!!!!

Hmmm er ekki titillinn Mama mía úr samnefndu lagi eða hvað??? Heitir lagið kannski eitthvað annað?

Hrund (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:39

7 identicon

Þú ert nú meiri kellingin.   Maður rétt bregður sér af bæ og missir af allri dramatíkinni.   Það var greinilega gaman á föstudagskvöldið

Bibba (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:00

8 identicon

Ég veit það !!!!  Waterloo!!!!

Abbadísin Linda (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 15:53

9 Smámynd: Vilma Kristín

Jebb, þeir sem svöruðu Waterloo höfðu rétt fyrir sér. Það er nýja uppáhalds abba lagið mitt, ásamt honey, honey og taka a change on me. Abba æðið er ekkert á undanhaldi á þessum bæ.

Einar, við verðum ekkert hneykslaðar... þetta er svona meira stelpumynd held ég. En ertu kannski að bjóða þig fram með abba-virgin sem við Snjóka getum fylgt í bíó?

Bibba, I know! I'm a drama queen og gott að ég gat skemmt ykkur vinnufélugunum með kveðjubréfinu.

Vilma Kristín , 8.9.2008 kl. 20:58

10 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... þarf ég að mæta? :-)  Er ekki nóg að ég sé með ykkur í anda, til að þið farið á næstu sing-along abba sýningu?

Einar Indriðason, 8.9.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband