25.8.2008 | 22:57
Tilraunastellingar í sófanum
Í kvöld var ég nærri dáin! Ég er ekki að grínast! Ég er ekki að ýkja! Neibb... bara hreint út sagt var að deyja. Einhvern veginn tókst Rebbý að missa ofurþunna skvísu gemsann sinn niður á milli eininga í sófanum mínum. Búmm heyrðist þegar hann lenti. "Hvað var þetta?", spurði hún hissa á svip. Eftir smá greiningarvinnu komumst við að því að þetta var gemsinn. Og sófinn virtist hafa gleypt hann með húð og hári... eða á maður að segja með innvolsi og batteríi?
Og þá byrjaði "operation get phone". Hún byrjaði á því að reyna að sjá símann. Lá á fjórum fótum í sófanum og rýndi niður í rifuna þanngað sem hann hafði horfið. Reyndi að stinga höndinni niður og ég sá alveg fyrir mér að hún myndi festast þarna. Sitja föst við sófann í ekkert sérlega þokkafullri stellingu. Og þarna byrjaði ég að hlægja. Og Rebbý hló. Ég hló meira. Og hún hló hærra. Ég snéri mér undan og reyndi að hemja mig. Þetta var auðvitað grafalvarleg mál.
Að lokum náði Rebbý höndinni upp aftur og þá byrjaði plan B. Það var þannig að ná átti símanum undan sófanum. Uhhh, vandamálið er hinsvegar að sófinn er þungur og mjög lítið bil undir honum. Ef fyrri stellingin var ekkert sérlega þokkafull þá bætti þetta allt! Ég hneig niður á sófanum og emjaði af hláti, tárin léku úr augunum. Aumingja Rebbý hálf í sófanum, hálf á gólfinu að reyna að troða höndinni undir sófann með engri hjálp frá mér, hún sjálf grátandi úr hlátri. Þið getið reynt að ímynda ykkur stellinguna!
Að lokum gafst hún uppá þessu. Þetta var engu að skila. Sófinn hafði gleypt símann og neitaði að skila honum. Hæstánægður með að vera kominn í sambandi. En Rebbý var bara búin að yfirgefa þessar tilraunir og kom til baka. Vopnuð fjarstýringu. Svo mundaði hún fjarstýringuna fagmannlega. Prófaði að pota henni ofan í raufina á sófanum. Prófaði að pota henni undir sófann, með mig ennþá að veltast um að hlátri. Þolinmæði þrautir vinnur allar og á endanum bjargaði fjarstýringin símanum og um leið sófanum frá því að verða rifinn í öreindir. Já, það þarf svo sannarlega ekki mikið til að skemmta skrattanum.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
afhverju segir þú að þetta hafi ekki verið þokkafullar stellingar ???
langt þangað til ég fer á fjórar aftur, allavega nálægt þér hmmm.....
ég reyndar verð að segja þetta ekki alveg eðlilegan sófa sem getur gleypt svona hlunkinn minn og látið hann næstum því alveg hverfa.
Rebbý, 25.8.2008 kl. 23:02
og já .... takk fyrir hjálpina, mun gæta símans mun betur næst þegar ég kem
Rebbý, 25.8.2008 kl. 23:02
Sko... með svona lýsingar, þá heimtar maður myndir!
Ef þær eru ekki til, þá verðið þið að sviðsetja þetta aftur, og núna með myndavélina tilbúna!
Ég átti annars einu sinni svona "geymslu" sófa. Það var auðvelt að opna hann, engar fjórar lappir, sko. Þar var hægt að geyma alls konar drasl. T.d. klink sem datt úr vösunum.....
Einar Indriðason, 26.8.2008 kl. 08:45
Trust me Einar, þetta verður örugglega endurtekið um helgina til að útskýra fyrir vinum en myndavélar verða bannaðar !!!
Rebbý, 26.8.2008 kl. 11:29
Ég mun reyna að munda myndavélina svo lítið beri á.... áhugasamir skrái sig á póstlistann
Vilma Kristín , 26.8.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.