19.8.2008 | 22:10
Stórbruni í Heiðmörk
"Hey! Hey! Það er kviknað í hérna!", hrópaði fjármálastjóri stórfyrirtækisins og veifaði höndunum og benti í átt að hoppukastalanum. Ég sá reyk kom frá bakhlið kastalans. Og á sama tíma spruttu fram foreldrar úr öllum áttum.
Alls staðar hlaupandi foreldrar. Æpandi foreldrar. Algjört panikástand og óreiða. Ég var engin undantekning. Neibb. Vildi að ég gæti sagt að ég hefð verið kúl á því, afslöppuð, yfirveguð. En nei. Ég tróð mér í hópinn með hinum foreldrunum og æpti á barnið mitt. Til að byrja með virtist prinsinn ekkert heyra í mér þar sem hann stóð efst í risastórum hoppukastalanum. Auðvitað þurfti hann að vera efst uppi og ekkert að hlusta. Loksins lét hann sig gossa niður og hlýddi skipunum móðursjúku mömmunnar að drífa sig út, það væri kviknað í.
Aðeins örskömmu eftir tilkynningar um eld stóðu öll börnin, sveitt og móð í hnapp utan við hoppukastalann með ofurstressuðum foreldrum. Á svipstundu var hættu ástandi svo aflýst. Búið að slökkva eldinn sem hafði logað í grasi og mosa bak við kastalann, vaskir fjármálastjórar, ráðgjafar, forritarar á ferð og björgðuð bæði hoppukastalanum og Heiðmörk frá stórbruna. Öryggi kastalans tryggt og börnunum aftur sleppt lausum. Alls staðar foreldrar að varpa öndinni léttar og að setjast niður.
Grillferðin með vinnunni breyttist á örskotsstundu úr afslappaðri sveitasælu í stórslysamynd í uppsiglingu og að lokum yfir "happily ever after" ameríska vælu. Allir glaðir, allir björguðust. Ég sé þetta alveg fyrir mér sem bíómynd samt. "The flaming jump castle - based on a true story". Með einhvern eins og Bruce Willis sem fjármálastjórann sem uppgvötaði eldinn. Þið vitið svona jakafatatýpa sem rífur af sér gleraugun, losar bindið og stekkur svo að bjarga fólki. Ég yrði leikin af Sally Field (ungri sko), svona dramahlutverk. Heimasætan væri leikin af Lindsay Lohan, prinsinn væri einhver prakkaralegur og sætur strákur - svona home alone týpu. Karlarnir sem hlupu á bak við kastalann á eftir fjármálastjóranum og slökktu eldinn gætu verið t.d. Keanu Reeves eða svipaðar týpur. Umfram allt cool. Svo vantar fullt af sætum krökkum til að hoppa um innan um logana í kastalanum. Þetta er stórsmellur. Pottþétt.
Annars var maturinn góður, hoppukastalarnir vinsælir, fólkið skemmtilegt og heimasætunni var kalt enda dregin út hálfveik til að fá að borða. Ljómandi skemmtileg tilbreyting og óvænti bruninn setti svo sannarlega sinn svip á skemmtunina :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hmm... svo er möguleikinn að grilla pylsurnar við eldinn frá hoppukastalanum....
En þessi hugmynd þín að mynd... mér finnst vanta meiri action! Það vantar t.d. stuntmenn, og svo er það tölvugrafíkin.... Og afhverju að láta þetta gerast í Heiðmörk? Eitthvað krummaskuð, sem enginn kannast við, í einhverju krumma-skuðs-landi, sem enginn kannast við. Nei, flytja þetta í Yellowstone þjóðgarðinn í USA.....
Þá fer þetta að nálgast smell.
(Held ég.)
(Kannski.)
Einar Indriðason, 19.8.2008 kl. 23:04
gott að það fór ekki ílla
Rebbý, 19.8.2008 kl. 23:12
Já, að sjálfsögðu þarf að stílfæra þetta mikið meira... þó raunveruleg saga hafi gerst í heiðmörk í dag má endilega færa þetta í einhvern flottan stóran garð eins og Yellowstone. Hendum inní þetta einhverjum dýrategundum í útrýmingarhættu sem eru nálægt því að brenna, föst inní einhverju rjóðri. Og svo þarf auðvitað einhverja flotta gaura, bera að ofan í pollabuxum (svona slökkviliðsmenn) sem stökkva úr þyrlu. Fyrir dramaþáttinn þarf að hafa þarna líka ástarsögu. Kannski ein mamman átti sig á að ráðgjafinn í næstu deild (já, eða sölumaðurinn) er stóra ástin í lífi hennar eftir að hann bjargar barni hennar á elleftu stundu úr brennandi kastalanum. Væri kúl að láta hann stökkva á mótórhjóli inní eldinn og koma svo til baka svona "sjúmmmm" í gegnum eldinn og þegar hann lendir sést í krakkann fyrir aftan hann. Þetta er svona grátmóment.
Svo þarf pottþétt einhver hetjan að slasast en samt halda áfram... svona ekta karlmennskuhetjuímynd... það er hlúð að honum en hann getur ekki stoppað. Stekkur af stað aftur, æðir á móti logunum, berst við eldinn... spurning hvort hann verði ekki að deyja? Hann er svo auðvitað besti vinur fjármálastjórans sem stjórnar slökkvistarfinu...
Vilma Kristín , 19.8.2008 kl. 23:23
Snilldarlesning og sannarlega gott ad ekki for verr
Snjóka, 20.8.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.