18.8.2008 | 22:57
Alone again
Ég er aldrei eins ein í heiminum og þegar ég er með hiksta. Í alvörunni. Þarna sit ég engist um, næ varla andanum og kem ekki upp orði og fólk nálægt pískrar, bendir og jafnvel hlær upp hátt. Og ég er ein, alein. Ég með hikstann minn. Sem betur fæ ég ekki mjög oft hikstaköst, en í hvert sinn sem þau hellast yfir langar mig að skríða ofan í holu og fela mig. Í alvöruni, ég er sko ekki að grínast neitt.
Ég hef alltaf hikstað svolítið í teiknimyndastíl. Þið skiljið, svona stórt HIKK hangir yfir hausnum á mér. Þetta mjög ýktur hiksti og stundum hef ég verið ásökuð um leikaraskap. En það er ekki málið. Ég er nefnilega líka eina manneskjan sem ég veit um sem finnur til við að hiksta.
Hikstinn á upptök sín einhver staðar djúpt inní mér og þegar hann brýst svo út á yfirborðið herpast öll innyflin saman, ég lofttæmist og finn til inní mér, í rifjunum, í hálsinum. Ég berst við að reyna að ná lofti aftur í lungun, að geta andað aftur. Ekki séns að reyna að tala því heilu orðin eða setningarnar hverfa í hverjum hiksta og ég get þurft að endurtaka sama orðið þrisvar áður en ég næ því út á milli hikstana.
Verst er þó hljóðið. Og það er ástæðan fyrir að ég sker mig úr fjöldanum, hræði lítil börn og fæ miðaldra fólk til að skella uppúr. Þetta er ekkert mennskt hljóð. Þetta er ónáttúrlegt, hátt, skerandi og mjög svo greinilegt HIKK, yfirleitt með innsogshljóði. Oft bregður mér sjálfri við óhljóðin. Ég reyni að halda fyrir munninn en það dugar ekkert.
Allt þetta væri svo í lagi ef ég fengi bara svona 3 hiksta. Auðvitað kemur það fyrir að það pompa bara upp einn eða tveir en... venjulegt hikstakast hjá mér er svona hálftími. Þann tíma er ég eiginlega óstarfhæf, get ekki talað í síma, get ekki haldið almennilega uppi samræðum og hljóðin koma mér í sífellu á óvart svo ég get ekki unnið í tölvunni.
Einu sinni fékk ég tæplega fjögra tíma hikstakast, stundum vara þau einn til tvo tíma, en þetta fjögra tíma var metið. Hikstinn hætti ekki fyrr en ég var á leiðinni uppá spítala því þetta var löngu hætt að vera fyndið og ég orðin fjölublá í framan í öndunarerfiðleikum. Einmitt þegar þetta kast kom var ég að vinna í búð, í afgreiðslu í kjötborði. Fyrsti hikstinn spratt fram og skall á sárasaklausum viðskiptavini sem átti einskins ills von. Ég reyndi allt til að þagga þetta niður en eftir tuttugu mínútur kom yfirmaðurinn og skipaði mér inní kaffistofu... en gat ég ekki afgreitt fyrir hikstanum. Svo fór ég heim með hikstan minn og hélt áfram og áfram.
Ég er búin að prófa öll ráð sem ég veit um. Veit ekki hversu oft fólk hefur laumast aftan að mér eða stokkið fram undan borði, með það í huga að bregða hikstanum úr mér. Ég er búin að þamba endalaust vatn. Standandi, sitjandi og hef reynt oftar en einu sinni að drekka á hvolfi. Fara með stafrófið aftur á bak, veit reyndar ekki hvernig það átti að virka enda virkaði það ekkert... ég er hætt að reyna þessi ráð.
Ég skil alveg að utan frá er þetta örugglega mjög fyndið. Stundum á ég meira að segja sjálf bágt með að skella uppúr þegar skrítnustu hljóðin koma.. en mikið agalega er þetta þreytandi. Kvöldið i kvöld var undirlagt að hiskta. 40 mínútur og herpingi á innyflum og óhljóðum. Ég reyndi að tala við heimasætuna sem horfði á mig skilningsvana. Að lokum gafst ég upp og skrönglaðist fram í stofu. Einangruð frá umheiminum settist ég niður og reyndi að horfa á sjónvarpið. Alein. Ég með hikstann minn.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ææ ekki gaman að vera með hiksta en vona að hann fari fljótlega ef ekki þegar farinn
Snjóka, 18.8.2008 kl. 23:18
ekki gott að hlægja með hiksta ... er bara til að auka vandann
Rebbý, 18.8.2008 kl. 23:36
BÖ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Einar Indriðason, 18.8.2008 kl. 23:37
Hvernig ertu af hikstanum? Er hann farinn? Svafstu með hiksta? Dastu fram úr? (Eru öll innvortis líffæri á sínum stað ennþá?)
Einar Indriðason, 19.8.2008 kl. 14:34
Hikstinn gaf sig á endanum, sem betur fer því ég hefði ekki getað sofið í hávaðanum :) hefði líka sennilega þurft að binda mig niður...
Nýjasti könnunarleiðangur gefur von um að allt sé enn á sínum stað (inní mér altso).
Vilma Kristín , 19.8.2008 kl. 14:36
Gott að heyra að hikstinn er farinn. Varðandi það að geta ekki sofið í hávaðanum, þá er ég með lausn á því. Taktu upp ca. 10 mínutur af hávaðanum. Settu það í tölvu á endalaust replay... En... passaðu að þinn hávaði og tölvuhávaðinn séu hvor á móti öðrum í fasa, þannig að þeir jafni þetta út.
Málið leyst!
Einar Indriðason, 19.8.2008 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.